„Mörg ár síðan FH kom hingað til að liggja til baka“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. ágúst 2022 20:00 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var svekktur með að hafa ekki tekið öll stigin gegn FH. Leikurinn var lokaður og endaði með markalausu jafntefli. „Fótboltaleikir eru aldrei fullkomnir. Það vilja allir fá mörk og mistök sem hægt er að benda á þegar lið fá á sig mörk. Við vörðumst vel í kvöld, vorum mikið meira með boltann. FH-ingar voru sáttir með stöðuna og vildu liggja til baka,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „FH vildi halda okkur frá markinu og forðast að fá fyrirgjafir á sig og koma okkur í hættulegar stöður en við nýttum okkur það ekki næginlega vel. Fyrirgjafirnar voru ekki nægilega góðar. Við vorum töluvert meira með boltann en þeir en það telur ekkert í fótbolta. FH lagði leikinn svona upp sem heppnaðist hjá þeim.“ Rúnari fannst KR töluvert betri í leiknum og var hundfúll með að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. „Við erum mjög fúlir að hafa ekki unnið leikinn þar sem við vorum meira með boltann og sköpuðum fleiri færi. En dauðafærin voru ekki mörg og þegar þau komu þá klikkuðum við á þeim. Ég man ekki til þess að FH hafi skapað nokkurn skapaðan hlut nema undir lokin þegar þeir fengu gefins aukaspyrnu á vítateig en sem betur fer koma ekki mark upp úr henni.“ Það er mikill óstöðuleiki í KR og í síðustu fjórum leikjum hefur KR tapað tveimur og gert tvö jafntefli. „Við höfum verið óstöðugir á tímabilinu. Við höfum spilað vel og mér fannst við standa okkur vel í kvöld gegn FH sem menn vilja meina að eigi að vera í efri hlutanum. FH kemur hingað og liggur til baka sem skilaði stigi það eru orðin ansi mörg ár síðan FH gerir það á KR-velli,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. KR Besta deild karla FH Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Fótboltaleikir eru aldrei fullkomnir. Það vilja allir fá mörk og mistök sem hægt er að benda á þegar lið fá á sig mörk. Við vörðumst vel í kvöld, vorum mikið meira með boltann. FH-ingar voru sáttir með stöðuna og vildu liggja til baka,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „FH vildi halda okkur frá markinu og forðast að fá fyrirgjafir á sig og koma okkur í hættulegar stöður en við nýttum okkur það ekki næginlega vel. Fyrirgjafirnar voru ekki nægilega góðar. Við vorum töluvert meira með boltann en þeir en það telur ekkert í fótbolta. FH lagði leikinn svona upp sem heppnaðist hjá þeim.“ Rúnari fannst KR töluvert betri í leiknum og var hundfúll með að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. „Við erum mjög fúlir að hafa ekki unnið leikinn þar sem við vorum meira með boltann og sköpuðum fleiri færi. En dauðafærin voru ekki mörg og þegar þau komu þá klikkuðum við á þeim. Ég man ekki til þess að FH hafi skapað nokkurn skapaðan hlut nema undir lokin þegar þeir fengu gefins aukaspyrnu á vítateig en sem betur fer koma ekki mark upp úr henni.“ Það er mikill óstöðuleiki í KR og í síðustu fjórum leikjum hefur KR tapað tveimur og gert tvö jafntefli. „Við höfum verið óstöðugir á tímabilinu. Við höfum spilað vel og mér fannst við standa okkur vel í kvöld gegn FH sem menn vilja meina að eigi að vera í efri hlutanum. FH kemur hingað og liggur til baka sem skilaði stigi það eru orðin ansi mörg ár síðan FH gerir það á KR-velli,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
KR Besta deild karla FH Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira