„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Árni Konráð Árnason skrifar 28. ágúst 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
„Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira