Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Atli Jónasson stóð vaktina í marki Leiknis á Kópavogsvelli. Vísir/Diego Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30