Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 11:24 Úkraínskur hermaður í Kherson fyrr í mánuðinum. Getty/Wojciech Grzedzinski Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. Í yfirlýsingu frá yfirmönnum úkraínska hersins í suðurhluta landsins segir að árásir hafi verið gerðar í nokkrum stöðum á víglínunni í Kherson og að hermenn hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Það hefur þó ekki verið staðfest þar sem stutt er síðan gagnárásirnar hófust. The Armed Forces of Ukraine have breached the occupiers' first line of defence near Kherson. They believe that Ukraine has a real chance to get back its occupied territories, especially considering the very successful use of Western weapons by the Ukrainian army.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) August 29, 2022 Undirbúningur fyrir gagnárás Úkraínumanna í suðri hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Hann hefur einkennst af manna- og hergagnaflutningum samhliða árásum Úkraínumanna á bakvið víglínurnar. Árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa í Kherson og á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þá hafa Úkraínumenn einnig gert árásir á brýr og lestarteina til að gera Rússum erfiðara um að flytja menn og birgðir um svæðið. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt svokölluðum HIMARS-eldflaugakerfum og árásum skæruliða og sérsveita til að grafa undan hersveitum Rússa í héraðinu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf nýverið út þá skipun að fjölga ætti rússneskum hermönnum um 137 þúsund fyrir lok þessa árs. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Jim Sciutto, fréttamaður CNN, hefur eftir bandarískum embættismönnum að hersveitir Rússa í Kherson séu margar verulega undirmannaðar. Sumar séu jafnvel skipaðar helmingi þeirra hermanna sem eiga að vera í þeim. 4/ The official said many of the existing units -- which Russia organizes into Battlefield Tactical Groups, or BTGs, comprising infantry, tanks, artillery and air defense -- are deploying below strength, some even at half their normal manpower.— Jim Sciutto (@jimsciutto) August 29, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36 Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Í yfirlýsingu frá yfirmönnum úkraínska hersins í suðurhluta landsins segir að árásir hafi verið gerðar í nokkrum stöðum á víglínunni í Kherson og að hermenn hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa. Það hefur þó ekki verið staðfest þar sem stutt er síðan gagnárásirnar hófust. The Armed Forces of Ukraine have breached the occupiers' first line of defence near Kherson. They believe that Ukraine has a real chance to get back its occupied territories, especially considering the very successful use of Western weapons by the Ukrainian army.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) August 29, 2022 Undirbúningur fyrir gagnárás Úkraínumanna í suðri hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Hann hefur einkennst af manna- og hergagnaflutningum samhliða árásum Úkraínumanna á bakvið víglínurnar. Árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa í Kherson og á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þá hafa Úkraínumenn einnig gert árásir á brýr og lestarteina til að gera Rússum erfiðara um að flytja menn og birgðir um svæðið. Úkraínumenn eru sagðir hafa beitt svokölluðum HIMARS-eldflaugakerfum og árásum skæruliða og sérsveita til að grafa undan hersveitum Rússa í héraðinu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf nýverið út þá skipun að fjölga ætti rússneskum hermönnum um 137 þúsund fyrir lok þessa árs. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Jim Sciutto, fréttamaður CNN, hefur eftir bandarískum embættismönnum að hersveitir Rússa í Kherson séu margar verulega undirmannaðar. Sumar séu jafnvel skipaðar helmingi þeirra hermanna sem eiga að vera í þeim. 4/ The official said many of the existing units -- which Russia organizes into Battlefield Tactical Groups, or BTGs, comprising infantry, tanks, artillery and air defense -- are deploying below strength, some even at half their normal manpower.— Jim Sciutto (@jimsciutto) August 29, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36 Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22 Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Teymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar loks á leið til Zaporizhzhia Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) eru nú á leið til úkraínska kjarnorkuversins í Zaporizhzhia þar sem harðir bardagar hafa staðið milli úkraínskra og rússneskra hersveita síðustu vikurnar. 29. ágúst 2022 06:36
Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. 26. ágúst 2022 09:10
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. 26. ágúst 2022 07:22
Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23