Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 15:00 Sarri og Mourinho háðu hildi í ensku úrvalsdeildinni þegar sá fyrrnefndi stýrði Chelsea og Mourinho var í brúnni hjá Manchester United. Jordan Mansfield/Aitor Alcalde/Getty Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum. Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira