„Við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 20:00 Atli Jónasson, markvörður Leiknis. Sigurjón Atli Jónasson, markvörður Leiknis, lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild í 13 ár þegar Leiknir og Breiðablik áttust við í 19. umferð Bestu-deildar karla. Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Besta deild karla Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn