Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Serena neitar að staðfesta hvenær spaðinn fer upp í hillu. Lev Radin/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn. Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn.
Tennis Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira