KSÍ fær Barnaheill með sér í lið til forvarnarfræðslu innan félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:41 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kallaði eftir úrbótum þegar hún tók við embættinu síðasta haust. Nú fjölgar skrefum í þá átt. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við samtökin Barnaheill um tveggja ára fræðsluverkefni sem ætlað er að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og auka vitund innan aðildarfélaga KSÍ. Verkefnið hefst í haust. Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16