Arnar framlengir í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:00 Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking fram yfir tímabilið 2025. Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag. Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra! Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra!
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira