Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24