„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 15:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. VÍSIR/VILHELM Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag. Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira