„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 15:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. VÍSIR/VILHELM Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag. Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira