Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:00 Gruden segir að sér hafi verið hent undir rútuna. Ethan Miller/Getty Images Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002. NFL Bandaríkin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002.
NFL Bandaríkin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira