Lög um sorgarleyfi, mikilvægt fyrsta skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar