NASA reynir aftur á laugardag Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 16:41 Artemis I á skotpalli í Flórída. Eftir misheppnaða tilraun á mánudaginn stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft á laugardaginn. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira