Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 20:02 Mikhail Gorbachev þá nýkjörinn leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna hittust fyrst á leiðtogafundi í Genf í Sviss í nóvember 1985, eða rétt um ári áður en þeir áttu fundinn í Höfða. AP/ Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður. Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás
Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent