Erlent

Lífs­líkur Banda­ríkja­manna ekki verið lægri í 25 ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár.
Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár. Getty

Meðalævilengd Bandaríkjamanna mælist nú 76,1 ár og hefur ekki verið lægri síðan árið 1996. Covid-19 faraldurinn er talinn stór áhrifavaldur í þessari lækkun.

Árið 2019 var meðalævilengd Bandaríkjamanna 79 ár og lækkar því um tæplega þrjú ár á þremur árum. Samkvæmt tölum frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna er það Covid-19 faraldurinn sem útskýrir um helming lækkunarinnar. Rúmlega milljón manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum vegna veirunnar síðan faraldurinn hófst. 

Lífslíkur innfæddra í Bandaríkjunum eru þær sem lækka mest á milli ára og hafa fallið um 6,6 prósent síðan árið 2019. Meðalævilengd þeirra sem búa í Hawaii-ríki er hæst, 80,7 ár, og lægst í Mississippi-ríki, 71,9 ár.

Meðalævilengd íslenskra karlmanna er 81,2 ár en kvenna 84,3 þrjú ár miðað við tölur Hagstofu frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×