Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2022 13:17 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (annar t.v.) er mættur með samstarfsmönnum sínum að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. AP/Alþjóðakjarnorkustofnunin Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48
Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24