Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:17 Hér má sjá Webster veifa flaggstönginni sem hann barði að lögreglumanninum áður en hann stökk yfir girðinguna og réðist á hann. AP/Metropolitan Police Department Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50