Hvaða bakslag? María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. september 2022 08:31 Fréttir af regnbogafánum sem rifnir eru niður, eyðileggingum á regnbogagötum, nýnasistaáróðri gegn hinsegin fólki, skemmdaverkum á listasýningu í tilefni Hinsegin daga, hatursorðræðu og meiðandi ummælum hafa verið óþæginlega algengar síðastliðnar vikur hér á landi. Það virðist ógna tilveru einhverra í samfélaginu okkar að fjölbreytileikinn hafi fest sig í sessi á Íslandi. Ég trúi því þó að meirihluti þjóðarinnar standi með fjölbreytileikanum. En dropinn holar steininn og hver skilaboð sem send eru út, með hatrið að vopni, geta haft í för með sér að pláss verði til fyrir enn meira hatur og jafnvel ofbeldi. Ég veit að mörg okkar sem tilheyrum hinseginsamfélaginu höfum fundið fyrir auknum ótta í kjölfar fregna sem vega að tilverurétti okkar. Við þeirri þróun er mikilvægt að spyrna. Og þar þurfum við á öllu samfélaginu okkar að halda. Svo óttinn lami okkur ekki og hreki í felur. Opnum augun Ég tilheyri kynslóð hinsegin einstaklinga sem gat farið nokkuð klakklaust í gegnum það að horfast í augu við sjálfa mig og viðurkenna fyrir mér, og mínum nánustu að ég væri svo sannarlega mjög samkynhneigð. Fyrir það er ég þakklát. Ég var samt 21 árs og hafði haldið niðri í mér andanum alla grunn- og menntaskólagönguna. En í dag er ég gift ástinni minni og á með henni tvo dásamlega stráka, yndislegt heimili og lífið okkar er gott. Ég á kynslóðinni á undan allt að þakka, þau börðust með kjafti og klóm og töpuðu mörg hver ærunni, ferlinum eða jafnvel lífi sínu til að ryðja brautina. Svo við getum öll fengið að vera við sjálf. Ég hef fylgst með aðdáun með þeirri þróun að unga fólkið hefur þorað miklu fyrr en ég þorði að vera það sjálft. Ekki í felum. Ég hef sinnt fræðslu í skólum um Hinseginleikann í mörg ár og nú heyrir það til undantekninga að það sé ekki að minnsta kosti eitt regnbogabarn komið út á unglingastigi í grunnskólum. Það er nýr veruleiki, sem við eigum að fagna. Ekki óttast. Vegna þess að við vorum öll til í grunnskólunum fyrir nokkrum árum eða áratugum. Við vorum bara regnbogabörn í felum, þjökuð af sjálfsefa og ótta yfir því að vera „öðruvísi“. Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af þróun mála. Nú fylgist ég með unga hugrakka fólkinu okkar, kynslóðinni á eftir mér sem fær nú að finna rækilega fyrir hatri og umræðu sem meiðir. Sum þurfa jafnvel að takast á við það jafnvel daglega að kallað sé til þeirra ókvæðisorðum, tilvera þeirra ekki viðurkennd, gelt að þeim og þeim hótað lífláti eða hvött til þess að taka eigið líf. Þetta er að gerast í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, á skólagöngunum, í félagsmiðstöðvunum eða jafnvel út á götu. Ég hef því miður séð of mörg dæmi um nákvæmlega þetta síðustu mánuði. Opnum augun og hættum að þræta um það hvort hið meinta bakslag sé raunverulegt eða hættulegt. Raunveruleikinn blasir við og við verðum að taka slaginn saman gegn hatrinu. Fyrir komandi kynslóðir – og fyrir þær kynslóðir sem á undan komu. Við þurfum að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa áunnist á sama tíma og við nýtum þá þekkingu og reynslu sem við höfum til að þoka málum áfram i löndum sem því miður eru ekki jafn langt komin í réttindabaráttu og mannréttindum og við. FO vettlingar fyrir hinseginbaráttuna um allan heim Í dag hefst FO herferð UN Women á Íslandi með sölu á einstökum FO vettlingum sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur og framleiddir hjá VARMA. Í ár verður varningurinn einmitt til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum. Bakslagið hér heima er í formi meiðandi orðræðu, skemmdaverka og skoðana en sem betur fer eru lagaleg réttindi á Íslandi að mestu leyti tryggð. Sömu sögu er ekki að segja um öll ríki heims. En 35% þeirra búa yfir lögum sem banna, refsa eða dæma jafnvel til dauða fyrir hinseginleika. 84% ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi, pyntingar og ofbeldi sökum kyns, kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women hafi bolmagn til að standa áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna í ár gríðarlega mikilvægur. Þú getur stutt við baráttuna með því að kaupa vettlinga hér. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi og stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Hinsegin Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Fréttir af regnbogafánum sem rifnir eru niður, eyðileggingum á regnbogagötum, nýnasistaáróðri gegn hinsegin fólki, skemmdaverkum á listasýningu í tilefni Hinsegin daga, hatursorðræðu og meiðandi ummælum hafa verið óþæginlega algengar síðastliðnar vikur hér á landi. Það virðist ógna tilveru einhverra í samfélaginu okkar að fjölbreytileikinn hafi fest sig í sessi á Íslandi. Ég trúi því þó að meirihluti þjóðarinnar standi með fjölbreytileikanum. En dropinn holar steininn og hver skilaboð sem send eru út, með hatrið að vopni, geta haft í för með sér að pláss verði til fyrir enn meira hatur og jafnvel ofbeldi. Ég veit að mörg okkar sem tilheyrum hinseginsamfélaginu höfum fundið fyrir auknum ótta í kjölfar fregna sem vega að tilverurétti okkar. Við þeirri þróun er mikilvægt að spyrna. Og þar þurfum við á öllu samfélaginu okkar að halda. Svo óttinn lami okkur ekki og hreki í felur. Opnum augun Ég tilheyri kynslóð hinsegin einstaklinga sem gat farið nokkuð klakklaust í gegnum það að horfast í augu við sjálfa mig og viðurkenna fyrir mér, og mínum nánustu að ég væri svo sannarlega mjög samkynhneigð. Fyrir það er ég þakklát. Ég var samt 21 árs og hafði haldið niðri í mér andanum alla grunn- og menntaskólagönguna. En í dag er ég gift ástinni minni og á með henni tvo dásamlega stráka, yndislegt heimili og lífið okkar er gott. Ég á kynslóðinni á undan allt að þakka, þau börðust með kjafti og klóm og töpuðu mörg hver ærunni, ferlinum eða jafnvel lífi sínu til að ryðja brautina. Svo við getum öll fengið að vera við sjálf. Ég hef fylgst með aðdáun með þeirri þróun að unga fólkið hefur þorað miklu fyrr en ég þorði að vera það sjálft. Ekki í felum. Ég hef sinnt fræðslu í skólum um Hinseginleikann í mörg ár og nú heyrir það til undantekninga að það sé ekki að minnsta kosti eitt regnbogabarn komið út á unglingastigi í grunnskólum. Það er nýr veruleiki, sem við eigum að fagna. Ekki óttast. Vegna þess að við vorum öll til í grunnskólunum fyrir nokkrum árum eða áratugum. Við vorum bara regnbogabörn í felum, þjökuð af sjálfsefa og ótta yfir því að vera „öðruvísi“. Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af þróun mála. Nú fylgist ég með unga hugrakka fólkinu okkar, kynslóðinni á eftir mér sem fær nú að finna rækilega fyrir hatri og umræðu sem meiðir. Sum þurfa jafnvel að takast á við það jafnvel daglega að kallað sé til þeirra ókvæðisorðum, tilvera þeirra ekki viðurkennd, gelt að þeim og þeim hótað lífláti eða hvött til þess að taka eigið líf. Þetta er að gerast í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, á skólagöngunum, í félagsmiðstöðvunum eða jafnvel út á götu. Ég hef því miður séð of mörg dæmi um nákvæmlega þetta síðustu mánuði. Opnum augun og hættum að þræta um það hvort hið meinta bakslag sé raunverulegt eða hættulegt. Raunveruleikinn blasir við og við verðum að taka slaginn saman gegn hatrinu. Fyrir komandi kynslóðir – og fyrir þær kynslóðir sem á undan komu. Við þurfum að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa áunnist á sama tíma og við nýtum þá þekkingu og reynslu sem við höfum til að þoka málum áfram i löndum sem því miður eru ekki jafn langt komin í réttindabaráttu og mannréttindum og við. FO vettlingar fyrir hinseginbaráttuna um allan heim Í dag hefst FO herferð UN Women á Íslandi með sölu á einstökum FO vettlingum sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur og framleiddir hjá VARMA. Í ár verður varningurinn einmitt til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum. Bakslagið hér heima er í formi meiðandi orðræðu, skemmdaverka og skoðana en sem betur fer eru lagaleg réttindi á Íslandi að mestu leyti tryggð. Sömu sögu er ekki að segja um öll ríki heims. En 35% þeirra búa yfir lögum sem banna, refsa eða dæma jafnvel til dauða fyrir hinseginleika. 84% ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi, pyntingar og ofbeldi sökum kyns, kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women hafi bolmagn til að standa áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna í ár gríðarlega mikilvægur. Þú getur stutt við baráttuna með því að kaupa vettlinga hér. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi og stofnandi Hinseginleikans.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun