„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 08:31 Erlingur Agnarsson skoraði tvö marka Víkinga í undanúrslitasigrinum á miðvikudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu. Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Erlingur opnaði markareikning Víkings gegn Breiðabliki í undanúrslitunum í fyrrakvöld og skoraði einnig þriðja mark liðsins í 3-0 sigri. Breiðablik vann 3-0 sigur þegar liðin mættust í deildinni fyrr í sumar en Víkingar svöruðu í sömu mynt í bikarkeppninni. Það var eilítill púki í Víkingum eftir leik þar sem ummæli leikmanna vöktu athygli. „Já, það var það. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara liða og búið að vera síðustu tvö ár. Þannig að það er alltaf gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu,“ „Við vissum bara að við þyrftum að mæta helvíti fastir fyrir í þennan leik því að þeir eru búnir að gera það í síðustu tveimur leikjum á móti okkur. Þá vorum við bara soft ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Erlingur í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn: Erlingur Agnarsson Gaupi spurði þá hvort þetta hefði verið fyrirfram ákveðið. „Ekkert þannig. Við vissum allir að við þyrftum að gera þetta. Í síðasta leik var bara ekki í lagi hvernig við mættum, við vorum alltof soft og leyfðum þeim að negla okkur niður,“ Lét gagnrýni ekki trufla sig Erlingur sat undir gagnrýni snemmsumars fyrir að skora ekki nóg fyrir liðið. Hann lét þá gagnrýni hins vegar sem vind um eyru þjóta. „Ég bara vissi það sjálfur að ég þyrfti að skora mörk. Umræðan sjálf skipti engu máli, hún átti alveg fullan rétt á sér,“ En er það ekkert óþægilegt að slík umræða hangi yfir manni? „Maður pælir ekkert í því. Það er ekkert gaman að það sé verið að tala um það en það er bara eins og það er,“ Hlakkar til framhaldsins Erlingur var þá spurður um framhaldið. Víkingur situr í 3. sæti Bestu deildarinnar, tíu stigum frá Breiðabliki á toppnum, en á þó leik inni. „Það er náttúrulega núna bara úrslitaleikur í bikar og síðan þessi deild. Við eigum fjóra leiki eftir í venjulegu deildinni og svo er þessi úrslitakeppni. Það verður bara spennandi sjá hvernig hún kemur út,“ segir Erlingur sem segir Víkinga hafa fulla trú á því að þeir geti skákað Blikum. „Við verðum að halda í trúna og vonina. Ef Blikar skyldu fara að tapa einhverjum stigum þá ætlum við að vera þarna klárir að hirða af þeim toppsætið. Það er alveg klárt mál,“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira