Fjörugt en marka­laust er barist var um Bítla­borgina í Gutta­garði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordan Pickford var frábær í dag.
Jordan Pickford var frábær í dag. Twitter@WhoScored

Everton tók á móti sínum fjornu fjendum í Liverpool í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þrátt fyrir að nóg af hafi verið að færum. Markverðir beggja liða voru hreint út sagt frábærir í dag.

Fyrri hálfleikur byrjaði frekar hægt en það lifaði heldur betur yfir honum er líða tók á. Tom Davies átti skot í stöng eftir að boltinn hafði fallið fyrir fætur hans innan vítateigs eftir að Joe Gomez hindraði skot Neal Maupey.

Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Darwin Núñez átti skot úr þröngu færi sem Jordan Pickford varði í þverslánna og út. Þaðan barst boltinn á Lúis Díaz sem kom inn á völlinn með boltann og þrumaði honum í innanverða stöngina og aftur fyrir.

Rosaleg færi undir lok fyrri hálfleiks en inn vildi boltinn ekki og staðan markalaus í hálfleik. Í þeim síðari stigu gestirnir á bensíngjöfina og sköpuðu sér urmul færa. Sama má segja um heimamenn sem beittu eitruðum skyndisóknum.

Pickford var vel á verði í marki heimamanna og varði vel frá bæði Roberto Firmini og Fabinho. Alisson átti þó töluvert betri vörslu er hann varði frá Maupey sem var í raun einn gegn markverði eftir eina af skyndisóknum Everton.

Miðvörðurinn Conor Coady hélt svo að hann hefði komið Everton yfir þegar tuttugu mínútur lifðu leiks þegar hann stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Maupey. Markið fékk hins vegar ekki að standa þar sem Coady var rangstæður. 

Áfram héldu markverðirnir að vera í sviðsljósinu en undir lok leiks átti Alisson ótrúlega markvörslu er skot frá varamanninum Dwight McNeil fór af varnarmanni og virtist vera að stefna í samskeytin áður en Brasilíumaðurinn klóraði boltann yfir markið. Pickford varði svo vel skömmu síðar frá Firmino.

Í uppbótartíma átti Mohamed Salah svo skot sem Pickford varði í stöngina og skömmu síðar var leikurinn flautaður af. Lokatölur 0-0 í stórskemmtilegum leik eins ótrúlegt og það hljómar.

Everton er enn án sigurs og situr sem stendur í 14. sæti með fjögur stig eftir sex leiki. Liverpool er á sama tíma í 5. sæti með níu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira