„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Einar Jónsson, þjálfari Fram, átti fá svör við góðum leik Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Fram í Úlfarsárdal í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Valsmenn unnu sannfærandi níu marka sigur eftir hafa leitt í hálfleik með sjö mörkum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, sagði eftir leik að hans menn hefðu verið sjálfum sér verstir. „Fyrst og fremst voru meiri gæði í Valsliðinu en hjá okkur. Við vorum sjálfum okkur verstir í lok fyrri hálfleiks þegar leikurinn í járnum og einhverju leyti hefði ég viljað að vera með frumkvæðið á fyrstu 15 til 20 mínútunum.“ „Við erum að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, vítaköst og opin færi á línu. Á sama tíma er engin markvarsla hjá okkur. Ég hefði viljað sjá okkur vera minnsta kosti að leiða eftir 20 mínútur og vera með betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en þegar á leið fór að síga á ógæfuhliðina hjá Fram. Sóknarleikurinn var þokkalegur að sögn Einars Jónssonar, en var fremur ósáttur með varnarleikinn. „Þetta eru sjö mörk í hálfleik og töpum með níu. Seinni hálfleikur litaðist af því að þetta var aldrei í hættu fyrir Valsara og við vorum að reyna nota þá sem eru heilir hjá okkur.“ „Ég get tekið fullt jákvætt út úr þessu, sérstaklega sóknarlega. Varnarlega vorum við í basli, stóðum fína vörn fyrstu 20 mínúturnar en þá er ekki klukkaður bolti. Við vorum að fá skotin sem við vildum fá en svo hrynur vörnin líka eftir það.“ Fram lék með sjö leikmenn í sókn á löngum kafla í fyrri hálfleik, en það gekk illa og liðið fékk nokkur ódýr mörk á sig í kjölfarið. Einar segir að slíkt sé einfaldlega fórnarkostnaðurinn við að spila þessa uppstillingu. „Við erum bara að spila þetta og þetta var fórnarkostnaðurinn. Við vorum klaufar og vorum að kasta boltanum frá okkur síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur en við stöndum og föllum með því, svona er þetta bara.“ Arnór Snær lék á als oddi Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Val á tímabilinu í kvöld eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum. Framarar áttu í miklu basli með Arnór, sem skoraði ellefu mörk í leiknum. „Hann var frábær og enginn smá fengur fyrir Valsarana. Maður sá það á honum, hann vildi þetta og var í miklum ham. Við réðum ekkert við hann,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
„Fyrst og fremst voru meiri gæði í Valsliðinu en hjá okkur. Við vorum sjálfum okkur verstir í lok fyrri hálfleiks þegar leikurinn í járnum og einhverju leyti hefði ég viljað að vera með frumkvæðið á fyrstu 15 til 20 mínútunum.“ „Við erum að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, vítaköst og opin færi á línu. Á sama tíma er engin markvarsla hjá okkur. Ég hefði viljað sjá okkur vera minnsta kosti að leiða eftir 20 mínútur og vera með betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en þegar á leið fór að síga á ógæfuhliðina hjá Fram. Sóknarleikurinn var þokkalegur að sögn Einars Jónssonar, en var fremur ósáttur með varnarleikinn. „Þetta eru sjö mörk í hálfleik og töpum með níu. Seinni hálfleikur litaðist af því að þetta var aldrei í hættu fyrir Valsara og við vorum að reyna nota þá sem eru heilir hjá okkur.“ „Ég get tekið fullt jákvætt út úr þessu, sérstaklega sóknarlega. Varnarlega vorum við í basli, stóðum fína vörn fyrstu 20 mínúturnar en þá er ekki klukkaður bolti. Við vorum að fá skotin sem við vildum fá en svo hrynur vörnin líka eftir það.“ Fram lék með sjö leikmenn í sókn á löngum kafla í fyrri hálfleik, en það gekk illa og liðið fékk nokkur ódýr mörk á sig í kjölfarið. Einar segir að slíkt sé einfaldlega fórnarkostnaðurinn við að spila þessa uppstillingu. „Við erum bara að spila þetta og þetta var fórnarkostnaðurinn. Við vorum klaufar og vorum að kasta boltanum frá okkur síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur en við stöndum og föllum með því, svona er þetta bara.“ Arnór Snær lék á als oddi Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Val á tímabilinu í kvöld eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum. Framarar áttu í miklu basli með Arnór, sem skoraði ellefu mörk í leiknum. „Hann var frábær og enginn smá fengur fyrir Valsarana. Maður sá það á honum, hann vildi þetta og var í miklum ham. Við réðum ekkert við hann,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“