Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 4. september 2022 21:00 Joey Gibbs skoraði í kvöld Mynd: Keflavík Það voru frábærar aðstæður á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld þegar heimamenn í Stjörnunni fengu Keflvíkinga í heimsókn í leik sem var lífsnauðsynlegur fyrir bæði lið að vinna. Logn, skýjað og hitinn í fínu lagi. Fyrir leikinn sat Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig en Keflavík var í því áttunda með 22 stig. Heimasigur myndi því tryggja Garðbæingum sæti í efri hluta deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst. Leikurinn byrjaði hægt en Stjarnan hélt boltanum betur framan af og gestirnir lögðust frekar til baka. Stjörnumönnum tókst þrátt fyrir þetta ekki að setja teljanlega pressu á vörn Keflavíkur og ljóst að liðið saknaði framherjans Emils Atlasonar mikið í dag. Keflvíkingum hins vegar leið ágætlega að falla til baka og sóttu hratt með þá Adam Ægi Pálsson og Kian Williams í miklu stuði á köntunum. Heimamenn ógnuðu þó meira í hálfleiknum. Eggert Aron var mjög nálægt því að koma Stjörnunni yfir þegar hann fékk boltann á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Ísaki Andra en Rúnar Þór í vörninni hjá Keflavík bjargaði vel. Guðmundur Baldvin Nökkvason fékk svo langbesta færi hálfleiksins á 39. mínútu þegar hann fékk frítt skot á markteignum en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur bjargaði frábærlega. Staðan í hálfleik markalaus. Stöð 2 Sport Í síðari hálfleik tóku Keflvíkingar yfir stjórn leiksins. Patrik Johannesen stýrði spilinu á miðjunni og var duglegur að finna kantmennina sem voru að valda vörn heimamanna miklum vandræðum. Það voru líka Keflvíkingar sem brutu ísinn á 51. mínútu. Adam Ægir fékk þá boltann vinstra megin, lék að vítateignum og setti boltann fyrir. Kian Williams hljóp yfir boltann og Frans Elvarsson rak smiðshöggið á sóknina með föstu skoti í fjærhornið. 0-1 og Keflavík með tak á leiknum. Annað markið kom svo sjö mínútum síðar. Adam Ægir fékk þá boltann á vinstri kantinum og setti hann fyrir markið, beint á kollinn á Joey Gibbs sem skallaði boltann framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar. 0-2 og ekkert sem benti til annars en Keflavíkursigurs sem varð líka raunin. Gestirnir í raun líklegri til að bæta við heldur en Stjarnan að minnka muninn eða jafna. Keflavík fer með sigrinum upp í 25 stig og eru einungis tveimur stigum frá KR í sjötta sætinu og þremur frá Stjörnunni. Það getur því allt gerst í síðustu umferðunum. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingum tókst að teygja á vörn heimamanna með skemmtilegu kantspili og hröðum sóknum sem skyldu svifaseina miðjumenn Stjörnunnar reglulega eftir. Keflvíkingar voru mjög skeinuhættir þegar þeir sóttuog náðu yfirleitt að klára góðar sóknir með skotum á markið. Hvers vegna tapaði Stjarnan? Stjörnuliðið sýndi hvers vegna þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð. Samvinna varnar og miðju gekk ekki vel sem gerði sókn Keflavíkur auðvelt fyrir að finna glufur og vasa til þess að vinna með. Það var líka áberandi hvað Stjörnunni gekk illa að skapa sér alvöru færi, sérstaklega í síðari hálfleik og ljóst að þeir sakna Emils Atlasonar úr framlínunni. Maður leiksins Adam Ægir Pálsson var mjög öflugur í dag og átti tvær stoðsendingar, Sindri Kristinn var góður í markinu og Joey Gibbs var lúsiðinn í framlínunni. Besti maður vallarins í dag var hins vegar Patrik Johannesen sem stjórnaði spili sinna manna eins og herforingi. Mynd: Vísir/Diego Adam Ægir: Þeir skora sem skjóta Adam Ægir Pálsson, leikmaður Keflavíkur var að vonum sáttur í leikslok. En fannst honum að liðið hefði tekið yfir leikinn í síðari hálfleik? „Já, klárlega. Eftir brösulegan fyrri hálfleik tókst okkur að koma þessu saman í seinni. Við vorum að ná að halda fínt í boltann þó svo að uppspilið hafi ekki gengið frábærlega í fyrri hálfleik þá kom þetta í seinni“, sagði Adam við fréttaritara Vísis. Adam átti sjálfur skínandi leik og var mjög marksækinn en hann lagði líka upp tvö mörk í leiknum, væntanlega sáttur við það. „Já og skora eitt, sem var dæmt af en ég veit ekki hvort það var rangstaða. En maður skorar ekki nema maður skjóti“, sagði sóknarmaðurinn léttur í bragði. Besta deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Það voru frábærar aðstæður á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld þegar heimamenn í Stjörnunni fengu Keflvíkinga í heimsókn í leik sem var lífsnauðsynlegur fyrir bæði lið að vinna. Logn, skýjað og hitinn í fínu lagi. Fyrir leikinn sat Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig en Keflavík var í því áttunda með 22 stig. Heimasigur myndi því tryggja Garðbæingum sæti í efri hluta deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst. Leikurinn byrjaði hægt en Stjarnan hélt boltanum betur framan af og gestirnir lögðust frekar til baka. Stjörnumönnum tókst þrátt fyrir þetta ekki að setja teljanlega pressu á vörn Keflavíkur og ljóst að liðið saknaði framherjans Emils Atlasonar mikið í dag. Keflvíkingum hins vegar leið ágætlega að falla til baka og sóttu hratt með þá Adam Ægi Pálsson og Kian Williams í miklu stuði á köntunum. Heimamenn ógnuðu þó meira í hálfleiknum. Eggert Aron var mjög nálægt því að koma Stjörnunni yfir þegar hann fékk boltann á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Ísaki Andra en Rúnar Þór í vörninni hjá Keflavík bjargaði vel. Guðmundur Baldvin Nökkvason fékk svo langbesta færi hálfleiksins á 39. mínútu þegar hann fékk frítt skot á markteignum en Sindri Kristinn í marki Keflavíkur bjargaði frábærlega. Staðan í hálfleik markalaus. Stöð 2 Sport Í síðari hálfleik tóku Keflvíkingar yfir stjórn leiksins. Patrik Johannesen stýrði spilinu á miðjunni og var duglegur að finna kantmennina sem voru að valda vörn heimamanna miklum vandræðum. Það voru líka Keflvíkingar sem brutu ísinn á 51. mínútu. Adam Ægir fékk þá boltann vinstra megin, lék að vítateignum og setti boltann fyrir. Kian Williams hljóp yfir boltann og Frans Elvarsson rak smiðshöggið á sóknina með föstu skoti í fjærhornið. 0-1 og Keflavík með tak á leiknum. Annað markið kom svo sjö mínútum síðar. Adam Ægir fékk þá boltann á vinstri kantinum og setti hann fyrir markið, beint á kollinn á Joey Gibbs sem skallaði boltann framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar. 0-2 og ekkert sem benti til annars en Keflavíkursigurs sem varð líka raunin. Gestirnir í raun líklegri til að bæta við heldur en Stjarnan að minnka muninn eða jafna. Keflavík fer með sigrinum upp í 25 stig og eru einungis tveimur stigum frá KR í sjötta sætinu og þremur frá Stjörnunni. Það getur því allt gerst í síðustu umferðunum. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingum tókst að teygja á vörn heimamanna með skemmtilegu kantspili og hröðum sóknum sem skyldu svifaseina miðjumenn Stjörnunnar reglulega eftir. Keflvíkingar voru mjög skeinuhættir þegar þeir sóttuog náðu yfirleitt að klára góðar sóknir með skotum á markið. Hvers vegna tapaði Stjarnan? Stjörnuliðið sýndi hvers vegna þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð. Samvinna varnar og miðju gekk ekki vel sem gerði sókn Keflavíkur auðvelt fyrir að finna glufur og vasa til þess að vinna með. Það var líka áberandi hvað Stjörnunni gekk illa að skapa sér alvöru færi, sérstaklega í síðari hálfleik og ljóst að þeir sakna Emils Atlasonar úr framlínunni. Maður leiksins Adam Ægir Pálsson var mjög öflugur í dag og átti tvær stoðsendingar, Sindri Kristinn var góður í markinu og Joey Gibbs var lúsiðinn í framlínunni. Besti maður vallarins í dag var hins vegar Patrik Johannesen sem stjórnaði spili sinna manna eins og herforingi. Mynd: Vísir/Diego Adam Ægir: Þeir skora sem skjóta Adam Ægir Pálsson, leikmaður Keflavíkur var að vonum sáttur í leikslok. En fannst honum að liðið hefði tekið yfir leikinn í síðari hálfleik? „Já, klárlega. Eftir brösulegan fyrri hálfleik tókst okkur að koma þessu saman í seinni. Við vorum að ná að halda fínt í boltann þó svo að uppspilið hafi ekki gengið frábærlega í fyrri hálfleik þá kom þetta í seinni“, sagði Adam við fréttaritara Vísis. Adam átti sjálfur skínandi leik og var mjög marksækinn en hann lagði líka upp tvö mörk í leiknum, væntanlega sáttur við það. „Já og skora eitt, sem var dæmt af en ég veit ekki hvort það var rangstaða. En maður skorar ekki nema maður skjóti“, sagði sóknarmaðurinn léttur í bragði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti