Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 17:44 Spjaldtölvan er eðli máls samkvæmt gjörónýt. Elva Hrönn Smáradóttir Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan. Tækni Akureyri Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan.
Tækni Akureyri Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira