„Vorum bara yfirburðarlið á vellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:13 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var að vonum kátur eftir öruggan 6-0 sigur liðsins gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann gekk svo langt að segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. „Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Jú ég held það. Heilt yfir var þetta bara mjög góður leikur hjá okkur og við vorum bara yfirburðarlið á vellinum,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Við spiluðum flottan, kröftugan og aggresívan leik og sköpuðum fullt af færum og skoruðum flott mörk þannig ég er bara sáttur.“ Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu í forystu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og tvöfaldaði forystuna síðan tveimur mínútum síðar. Þorsteinn segir að það hafi verið hluti af leikplaninu að byrja af krafti. „Við töluðum um það að við þyrftum að fara inn í leikinn þannig að þeim myndi aldrei líða vel í byrjun. Mér fannst við gera það og þær fengu aldrei andrými til að líða vel á boltanum og það heppnaðist bara vel.“ Þorsteinn gaf ungum stelpum sénsinn í kvöld og hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir nýtti tækifærið vel úti á vinstri kanti. „Hún spilaði vel og skapaði og gerði í raun og veru það sem ég var að vonast að hún myndi gera. Það var spilað í kringum hana og hún fékk leiðir í sóknarleiknum og opnanir og gerði það bara vel þannig ég er virkilega sáttur við hennar framlag.“ Þá var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði í kvöld og vinstri vængur liðsins því samtals undir 40 ára að aldri. „Munda er náttúrulega ekki að spila sína fyrstu landsleiki en hún kom bara vel inn í þetta og gerði þetta vel. Þær unnu vel saman og náðu að tengja við aðra og voru bara að skapa og halda spilinu gangandi. Eins og ég segi þá fengu Hvít-Rússar aldrei tækifæri til að ná andrými á móti okkur og partur af því var að þær voru að halda boltanum vel á vængnum.“ Eins og flestir vita mætir íslenska liðið Hollendingum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Þrátt fyrir að mikill geturmunur sé á Hvít-Rússum og Hollendingum þá segir Þorsteinn að leikurinn í kvöld gefi liðinu, og ungu leikmönnunum, mikið fyrir úrslitaleikinn. „Mér sýndist það allavega í þessum leik að við ætlum okkur eitthvað meira en þetta. Það var bara markmiðið með þessum leik að vinna hann og gera það sannfærandi og af krafti. Við þurftum að spila vel í dag til að taka gott veganesti til Hollands og vera fyrir ofan Hollendinga þegar við mætum þangað. Við þurfum að gera virkilega vel til að vinna Holland.“ Að lokum var Þorsteinn Spurður út í dómgæsluna í leiknum, en margir klóruðu sér í hausnum þegar mark Amöndu Andradóttur var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Þorsteinn vildi þó ekki tjá sig um þau mál. „Svona er þetta bara,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti