„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 20:41 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. „Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
„Mér fannst við mæta ótrúlega grimmar og ákveðnar í þennan leik Fyrstu 30 mínúturnar erum við að vinna alla fyrstu og aðra bolta og náum að keyra yfir þær og skora þessi tvö mörk tiltölulega snemma,“ sagði Glódís Perla að leik loknum. „Eftir það var kannski ekki mikið fyrir þær úr að moða, en að sama skapi þá fannst mér við klára leikinn á ótrúlega háu tempói. Við höldum bara áfram og klárum þennan leik gríðarlega vel.“ „Það getur alveg gerst í svona leik þegar andstæðingurinn er búinn að pakka í vörn að maður missi niður tempóið og fari svolítið að spila í kringum þær. En mér fannst við gera ótrúlega vel að halda áfram að vera með tempó og keyra á þær þegar við komumst í svæðin sem við vissum að væru opin.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gerði nokkrar breytingar á liðinu í kvöld. Hinar ungu Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fengu tækifærið og Glódís hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þær stóðu sig gríðarlega vel. Mér fannst Amanda eiga flottan leik og hún er svo „X-factor“ leikmaður sem getur gert óvænta hluti. Hún er frábær með boltann og það er eitthvað sem er gríðarlega sterkt fyrir lið eins og okkar að vera með svona leikmann eins og hana. Hún er bara að þroskast inn í þetta hlutverk gríðarlega vel og hún sýndi það bara í dag að hún getur vel byrjað svona leik. Það verður gaman að fylgjast með henni.“ „Sama með Mundu. Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og veikindi og allskonar bras á henni, en mér fannst hún spila ótrúlega vel í dag og hún gefur okkur líka þennan sóknarleik sem okkur hefur vantað. Okkur hefur saknað að fá bakverðina okkar hærra upp á völlinn og í dag var það bara ótrúlega vel gert hjá þeim báðum. Þær náðu ótrúlega vel saman.“ Amanda skoraði einmitt í kvöld það sem hún hélt að hafi verið sitt fyrsta landsliðsmark. Það var hins vegar dæmt af vegna ragnstöðu, en ekki eru þó allir vissir um það að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Ég skil ekki ennþá af hverju þetta var ekki mark, en ég er ekki dómari. Hún átti skilið að fá þetta mark og það hefði verið gaman fyrir hana. Það kemur vonandi bara á þriðjudaginn,“ sagði Glódís. Næsti leikur Íslands er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið hefur mikið talað um að ekki hafi einu sinni verið minnst á þann leik í aðdraganda leiksins í kvöld, en nú hlýtur staðan að vera önnur. „Við sögðum það strax að við yrðum að klára þennan leik og við ætluðum að gera það með góðri frammistöðu. Þá förum við inn í þriðjudagsleikinn með meira sjálfstraust og okkur líður betur. Það er gaman að fá sigurleik eftir EM og svona sigurfílinginn inn í hópinn.“ „Nú getum við loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn sem verður algjör hörkuleikur og algjör úrslitaleikur fyrir okkur.“ „Það er markmiði okkar [að tryggja HM-sætið á þriðjudaginn] og við ætlum ekkert í felur með það að okkur langar beint á HM. Þannig við förum í þennan leik á þriðjudaginn til að vinna, en við erum að fara að spila við ótrúlega sterkt lið Hollands sem ætlar sér líka beint á HM. Þannig þetta verður mikil barátta,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís eftir sigurinn gegn Hvít-Rússum
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50