Fótbolti

Dortmund á toppinn eftir annan sigurinn í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marco Reus skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld.
Marco Reus skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld. Alex Grimm/Getty Images

Borussia Dortmund lyfti sér í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 1-0 sigur gegn Hoffenheim í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Marco Reus þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og þar við sat. Þrátt fyrir þunga sókn heimamanna stærstan hluta leiksins tókst þeim ekki að bæta við og niðurstaðan því 1-0 sigur Dortmund.

Með sigrinum fór liðið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki, tveimur stigum meira en Þýskalandsmeistarar Bayern München og Union Berlin sem deila öðru sætinu.

Hoffenheim situr hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með níu stig, en fyrir leik kvöldsins hafði liðið unnið þrjá deildarleiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×