Að ári liðnu - Efndir í umhverfismálum? Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 3. september 2022 12:01 Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar