Fótbolti

„Ætla ekki að skipta mér af því hvað fólk segir úti í bæ”

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elín Metta Jensen
Elín Metta Jensen Skjáskot/Stöð 2

Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen kveðst ekki velta sér mikið upp úr kjaftasögum um framtíð hennar í fótboltanum.

Elín lék síðasta hálftímann í glæstum 6-0 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi á föstudag en í aðdraganda leiksins höfðu ýmsir sparkspekingar sett spurningamerki við að Elín skyldi vera í landsliðshópnum.

Elín hefur skorað fimm mörk í fjórtán leikjum í deild og bikar með Val í sumar en hún var spurð út í umræðuna eftir leikinn á föstudag.

„Fólk má bara hafa sínar skoðanir. Ég ætla ekki að fara að skipta mér af því hvað fólk segir út í bæ. Ég einbeiti mér bara að þessu verkefni, hjálpa landsliðinu og hafa gaman af því að vera í fótbolta,“ segir Elín ákveðin.

Elín er 27 ára gömul og hefur leikið 61 A-landsleik en hún hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í yfirstandandi undankeppni. Hún er engu að síður full sjálfstrausts fyrir komandi verkefni með landsliðinu.

„Hæfileikarnir eru enn til staðar og ég hef fullt að gefa liðinu. Ég hef fulla trú á sjálfri mér og ég er í góðu standi, bæði líkamlega og andlega,“

Viðtalið við Elínu í heild má sjá neðst í fréttinni.

Klippa: Elín Metta eftir sigur á Hvíta-Rússlandi

Tengdar fréttir

Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×