Fótbolti

Elías Rafn á bekknum þegar Midtjylland tapaði á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bekkjaður.
Bekkjaður. vísir/getty

Íslendingalið Midtjylland hefur verið í vandræðum í upphafi móts í dönsku úrvalsdeildinni og vandræðin héldu áfram þegar liðið fékk AaB Álaborg í heimsókn í dag.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hafði staðið á milli stanganna í fyrstu sjö leikjum Midtjylland á tímabilinu og átti raunar mjög góðan leik í síðustu umferð þegar liðið vann 0-2 sigur á Bröndby.

Í markinu í dag stóð hins vegar Jonas Lössl sem er mættur aftur til baka úr Midtjylland eftir að hafa verið lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í upphafi árs.

Leiknum lauk með 0-2 sigri Álaborgar og situr Midtjylland því áfram í 8.sæti deildarinnar.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Horsens sem beið lægri hlut fyrir Bröndby í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×