Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 20:36 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnin voru af ýmsum toga en fjórir einstaklingar leituðu til lögreglu vegna gruns um byrlun. Blóðsýni voru tekin úr þolendum og eru mál þeirra til rannsóknar. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir byrlanir algengari en margir halda. „Það sem er kannski jákvætt núna varðandi þessi brot sem að mögulega áttu sér stað í nótt er það að sýni voru send í rannsókn, og það hefur auðvitað verið ákveðin barátta að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til þess að taka því alvarlega þegar fólk tilkynnir byrlun, með því þá að taka sýni til að gera þeim kleift að mögulega sanna að byrlunin hafi átt sér stað,“ segir Steinunn. Lögregla fær reglulega tilkynningar á sitt borð um byrlanir en þó er ekki til tölfræði sem sýnir fjölda brota eða eðli þeirra. 65 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fyrra vegna byrlana og kynferðisbrota í kjölfar þeirra. Þó margir tengi byrlanir ef til vill við djammið eiga brotin sér stað víða. „Mörg af þessum málum eru vissulega mál þar sem það er eitthvað sett í drykkinn á skemmtistöðum, en þetta getur líka verið fjölbreyttara. Við erum til dæmis með dæmi um maka sem eru að byrla svefnlyfjum eða öðrum vímuefnum, og þar sem þetta gerist í partíum og þetta eru vinir eða aðrir sem eru að byrla með einhverjum hætti. Byrlanir eru sjaldnast tilkynntar, erfitt er að sanna þær, og flækir það málin enn frekar að byrlun ein og sér sé ekki brot á hegningarlögum. „ En auðvitað held ég að flestir séu sammála um það að byrlun ein og sér, hvort sem kynferðisbrot á sér stað í kjölfarið eða ekki, er ofbeldi,“ segir Steinunn. Samfélagið virðist þá vera meðvitaðra um byrlanir og afleiðingar þeirra. Lögregla og ný Samtök reykvískra skemmtistaða tóku einnig höndum saman fyrr á árinu og hófu herferð með það að markmiði að skera upp herör gegn hvers kyns ofbeldi á djamminu. Þó mikil vitundavakning hafi átt sér stað þurfi þó meira til og mögulega aðra nálgun að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst þyrftum við að vita eitthvað um gerendur þessara brota vegna þess að við komum ekki í veg fyrir ofbeldi, og kynferðisofbeldi sérstaklega, nema við höfðum til þeirra sem að fremja ofbeldið. Þannig að það þyrfti einhvern veginn að koma þeim í skilning um hvers konar ofbeldi þetta er og fá þá til að hætta því,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30