Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 11:39 Liz Truss hefur verið kjörin nýr leiðtogi Íhaldsflokks Bretlands. EPA-EFE/Neil Hall Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög. Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Truss hafði betur í baráttunni gegn Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, en stjórnmálarýnendur gerðu alltaf ráð fyrir að Truss hefði betur. Ráðgert er að fyrsta verkefni Truss í embætti verði að bregðast við hækkandi verðlagi en hún hefur ýjað að því að það verði gert með skattalækkunum. Þá gera stjórnmálaskýrendur breska ríkisútvarpsins ráð fyrir að strax á fimmtudag muni Truss tilkynna áætlun um viðbrögð við hækkandi orkuverði. Alls voru 172.437 flokksmenn á kjörskrá og 82,6 prósent þeirra greiddu atkvæði í kosningunni. Sunak hlaut 60.399 atkvæði og Truss hlaut 81.326 atkvæði. I am honoured to be elected Leader of the Conservative Party.Thank you for putting your trust in me to lead and deliver for our great country.I will take bold action to get all of us through these tough times, grow our economy, and unleash the United Kingdom’s potential. pic.twitter.com/xCGGTJzjqb— Liz for Leader (@trussliz) September 5, 2022 Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína í júlí eftir miklar deilur innan flokksins en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hans höfðu sagt af sér vegna óánægju með formennsku hans. Johnson hefur verið forsætisráðherra síðan árið 2019 þegar hann tók við embættinu af Theresu May. Þó svo að breytingar séu yfirvofandi á bresku ríkisstjórninni og líklegt að margir nýir taki við ráðherraembætti þýðir það ekki endilega að þingkosningar séu á næsta leiti. Það er alfarið undir nýjum forsætisráðherra komið hvað gert verður. Þegar May tók til að mynda við embættinu af David Cameron árið 2016 ákvað hún að blása ekki til þingkosninga þegar í stað. Truss sagði í sigurræðu sinni að þingkosningar verði næst árið 2024. Leiðtogakosningarnar hafa verið langt ferli, nærri tveir mánuðir eru liðnir síðan Johnson tilkynnti afsögn sína. Kosningarnar fóru fram í sex umferðum og var tilkynnt um niðurstöðu síðustu umferðar í dag. Þeir sem duttu út úr leiðtogaslagnum voru; Nadhim Zahawi þingforseti, sem datt út í fyrstu umferð; Jeremy Hunt fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem datt út í fyrstu umferð; Suella Braverman ríkissaksóknari, sem datt út í annarri umferð; Tom Tugendhat formaður utanríkismálanefndar, sem datt út í þriðju umferð; Kemi Badenoch fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, sem datt út í fjórðu umferð; og Penny Mordaunt viðskiptaráðherra, sem datt út í fimmtu umferð. Johnson og Truss munu leggja leið sína til Balmoral í Skotlandi á morgun, þar sem Elísabet Bretadrottning heldur til þessa dagana. Johnson fer þar á sinn síðasta fund með drottningunni sem forsætisráðherra og Truss á sinn fyrsta en það er í verkahring Elísabetar að skipa nýjan forsætisráðherra í embætti. Þetta verður fyrsta skipti á sjötíu ára valdatíð Elísabetar sem nýr forsætisráðherra er ekki settur í embætti í Buckingham höll en vegna heilsubrests á drottningin erfitt með ferðalög.
Bretland Kosningar í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02 Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31. ágúst 2022 11:44
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26. ágúst 2022 10:02
Sunak og Truss ein eftir Einungis tveir eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og keppninni um forsætisráðherraembættið. Penny Mordaunt heltist úr lestinni í dag og því standa þau Rishi Sunak og Liz Truss ein eftir. 20. júlí 2022 16:15