Konungurinn gerir ekki rangt Andrés Magnússon skrifar 5. september 2022 11:31 Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður. Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess. Embætti landlæknis Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er! Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda [...] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist. Landspítali Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu. Fjárfrekur málaflokkur Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu. Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun