Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 15:29 Úkraínskir hermenn í Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Getty/Wolfgang Schwan Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21