Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2022 20:50 Sandra Sigurðardóttir með eina af fjölmörgum vörslum sínum í leiknum. ANP via Getty Images Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira