Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2022 20:50 Sandra Sigurðardóttir með eina af fjölmörgum vörslum sínum í leiknum. ANP via Getty Images Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira