Lífið

Bjössi í Mínus merkti sig Bubba að eilífu

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Bubbi og Bjössi, sem oft er kenndur við Mínus, skelltu sér saman í tattoo á dögunum eins og sönnum vinum sæmir. 
Bubbi og Bjössi, sem oft er kenndur við Mínus, skelltu sér saman í tattoo á dögunum eins og sönnum vinum sæmir.  Skjáskot IG

Tónlistarmennirnir og félagarnir Bubbi Morthens og Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér saman í tattoo.

Bjössi er einn þeirra leikara sem vippar sér í ham Bubba í uppsetningu Borgarleikhússins á sýningunni 9 Líf og hefur mikil vinátta myndast þeirra á milli. Fyrir utan það að vera báðir vel skreyttir blekverkum um líkamann, eins og sönnum rokkurum sæmir, eiga þeir félagar jú eitt og annað sameiginlegt. 

Við spiluðum saman um tíma þegar ég var í Mínus og síðan þá höfum við alltaf verið að leita að ástæðu til að gera eitthvað meira, þar sem við fundum að við náðum mjög vel saman. Svo kom þessi sýning skyndilega upp í fangið á okkur sem gerir það að verkum að núna erum við alltaf að hittast.

Sannkölluð „BOBA“

Það lá því í hlutarins eðli að næsta skref í vináttusambandinu væri að fara saman í tattoo en Bjössi sýndi frá ferlinu á Instagram síðu sinni í gær.

Eins og sjá má á skjáskotinu hér fyrir neðan urðu boxhanskar fyrir valinu hjá Bubba á meðan Bjössi gerði eiginhandaáritun Kóngsins ódauðlega á armi sínum. 

Bubbi fékk sér boxhanska og Bjössi Bubba, sannkölluð „BOBA!“Skjáskot Instagram

„Ég fékk mér reyndar líka Nintendo fjarstýringu,“ segir Bjössi og hlær.

Vinsældir leiksýningarinnar 9 Líf í Borgarleikhúsinu virðast engan endi ætla að taka en sýningin mun halda áfram sýningum í haust. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.