Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2022 11:47 Mikill fjöldi útlendinga hefur komið til starfa í byggingarvinnu og ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32
Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31