Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 22:23 Johan Bülow segir það ekki hafa verið ætlunina að eigna sér heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Hann eigi Ísland skuldlaust. Lakrids by Johan Bülow Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um texta sem stóð á vefsíðu fyrirtækis hans, Lakrids by Bülow, þar sem því virtist haldið fram að Johan hefði fengið hugmyndina að súkkulaðihúðum lakkrís á því herrans ári 2009. Málið hefur vakið mikla athygli, enda mörgum Íslendingum ljóst að sú hugmynd að súkkulaðihúða lakkrís kom ekki fyrst fram á sjónarsviðið á þarsíðasta áratug. Raunar fór málið svo hátt að sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, steig fram á sjónarsviðið til að taka af öll tvímæli að um væri að ræða íslenska hefð. Það gerði forsetinn á Twitter, en nú hefur Johan Bülow svarað Guðna, í stuttu myndbandi sem tekið er upp í verslun Lakrids by Bülow á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. pic.twitter.com/uhoTyzgDZx— LAKRIDS BY BÜLOW (@LakridsbyBulow) September 7, 2022 „Ég vil tilkynna að við eignum okkur ekki heiðurinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Og til að gæta allrar hreinskilni þá var ég undir miklum áhrifum íslensks sælgætis í upphafi. Ég skil að óheppilega orðuð setning á vefsíðu okkar hafi verið misvísandi. Ísland, kærar þakkir fyrir að vera innblástur í okkar verkefni, sem er að fá heiminn til að elska lakkrís, og til forsetans: Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá er þér meira en velkomið að koma í verksmiðjuna okkar og smakka þar allar þær mismunandi samsetningar sem við búum til. Hafið það gott, bless, bless!“ sagði Bülow í myndbandskveðjunni. Þar með er orðið morgunljóst að Íslendingar geta hrósað sigri í deilunni um montréttinn af súkkulaðihúðuðum lakkrís. Í það minnsta virðist liggja fyrir að ef einhver svo mikið sem reynir að halda því fram að hugmyndin sé ekki frá Íslendingum komin, muni þjóðhöfðinginn blanda sér í málið.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20