Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda Jónína Hauksdóttir skrifar 8. september 2022 10:00 Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun