Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 11:51 Elísabet drottning í Balmoral-kastala síðastliðinn þriðjudag. AP Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum. Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum.
Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira