Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2022 14:30 Davíð Arnar segir umhverfisverndarsjónarmið fótum troðin og stjórnsýslulega þætti galna, í tengslum við fyrirhugaða byggingu Haukahúss við Ástjörn. En á yfirlitsmyndinni sést glitta í enda þessarar viðkvæmu tjarnar sem stendur ofan Hafnarfjarðarbæjar. vísir/vilhelm Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. Hafnarfjörður hefur verið kallaður íþróttabærinn og ekki að ófyrirsynju. Reyndar má segja að árum og áratugum saman hafi stuðningur við íþróttafélögin FH eða Hauka, gegnsýrt bæjarmálapólitíkina og verið ráðandi afl. Davíð Arnar Stefánsson oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði telur það svo meðal annars hafa leitt til þess að í framkvæmdir á vegum bæjarins er farið af meira kappi en forsjá. Og vitið fyrir borð borið. Viðar Halldórsson formaður FH opnaði þetta pandorabox þegar hann ritaði harðort opið bréf til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði þar sem hann benti á ýmsa vankanta á þessum fyrirætlunum. Ekki var að sökum að spyrja: Nú má víða sjá á í athugasemdakerfi fjölmiðlanna og á samfélagsmiðlum upphrópanir þess efnis að FH öfundist út í Hauka að fá nú veglegt íþróttahús. Allt þetta má heita fyrirsjáanlegt þegar meiru skiptir hver segir fremur en hvað sagt er. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar er á þeim slóðum þegar hún segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið: „Þessi viðbrögð koma mér ekki á óvart og því miður ekki í fyrsta sinn sem formaður FH stígur svo harkalega fram og berst gegn þessari framkvæmd. Held það hljóti að vera einstakt að forsvarsmaður íþróttafélags beiti sér svo ákaft gegn uppbyggingu íþróttamannvirkis annars íþróttafélags,“ segir Rósa en hún er ákafur Haukamaður sjálf. Ekki viss um að útspil Vidda geri umræðunni mikinn greiða „Ég er ekki viss um að útspil Vidda í gær geri umræðunni nokkurn greiða og því síður að það sé líklegt til að lyfta henni upp á vitrænt plan,“ segir Davíð Arnar í samtali við Vísi. „En þetta er eftir sem áður réttmæt gagnrýni.“ Davíð Arnar hlær þegar blaðamaður segir óhjákvæmilegt að spyrja eins og bjáni, hvort hann haldi með FH eða Haukum? Það kemur ekki málinu við að mati Davíðs, ef það á að vera nokkur leið að fá vit í umræðuna. Davíð segir sína gagnrýni grundvallast á umhverfisverndarsjónarmiðum og svo því sem hann segir galna stjórnsýslu. Í heitum kappræðum milli frambjóðenda fyrir til þess að gera nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar reyndi Davíð að koma þessum málum á dagskrá en hafði ekki erindi sem erfiði. Meirihluti frambjóðenda var á því að Haukar þyrftu sitt hús, það segði sig sjálft. En það segir sig reyndar ekki sjálft. „Einu sinni sem oftar ráðast kosningarnar í 220 í Krikanum eða á Ásvöllum. Aðrar kosningarnar í röð ráðast þær á knatthúsi á Ásvöllum.Og vittu til, þetta verður aftur kosningamál í næstu kosningum því það er ekki víst að byggingunni verði lokið 2026,“ segir Davíð háðskur í bragði við blaðamann Vísis. Umhverfissjónarmið fótum troðin Davíð bendir á umsögn Landverndar við umhverfismat á Ásvöllum þar sem segir: „Það blasir við að Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um framkvæmdir þó mati á umhverfisáhrifum sé ekki lokið. Tveimur dögum eftir að síðasta bæjarstjórnarfundi á síðasta kjörtímabili var slitið og aðeins degi fyrir kosningar til nýrrar bæjarstjórnar er samþykkt að framkvæmdin fari í útboð. Ekki verður annað séð en að þar sé um ósæmilegan, eða jafnvel ólögmætan stjórnsýslugjörning að ræða. Sú grunsemd vaknar að þetta sé gert í flýti í þeim eina tilgangi að ná til kjósenda degi fyrir kosningar." Davíð segir það sína skoðun að bærinn eigi að fylgja ráðleggingum skipulagsstofnunar og byggja fjær friðlandinu. Og jafnframt megi byggja megi líkt og gert hefur verið í Krikanum. Varðandi umsagnir fagstofnanna, segir Davíð og bendir á skipulagsstofnun, Hafró, UST, Náttúrufræðistofnun, heilbrigðisembættið og fleiri auk Landverndar, þá hafi þær allar verið á einn veg: Að með framkvæmdunum sé friðlandinu stefnt í voða og að ekki megi segja með fullvissu að mótvægisaðgerðir beri árangur. Vafasöm stjórnsýsla vægt til orða tekið „Um umhverfismat áætlunarinnar þarf ekki að orðlengja því það er meingallað eins og bent er á í umsögnum og viðbrögðum við skýrslunni. Frumforsenda þess að umhverfismat sé nothæft er að bornir séu saman tveir raunhæfir kostir. Það er hins vegar ekki gert í matinu þar sem kostur B er háður lóðasölu sem þegar hefur verið ákveðin og í raun forsenda byggingarinnar.“ Að sögn Davíðs Arnars hvað varði stjórnsýslulega þætti þessa máls, þá dæmi þeir sig eiginlega sjálfir. Davíð Arnar segist vona að byggingin hafi ekki áhrif á tjörnina þó það megi heita bjartsýni. „En í mínum huga snýst þetta um prinsipp, það er að náttúran fái að njóta vafans og að Hafnarfjörður virði og efni skyldu sína, að vernda Ástjórn. Friðlýsingarferli hefst jú hjá sveitarfélögunum,“ segir Davíð Arnar. Og að í þessu tilfelli hafi það verið 1978 og svo aftur með stækkun 1996. Því ætti forgangsröðin að vera á hreinu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vill meina að Viðar Halldórsson formaður FH fari frjálslega með tölur, hann taki til að mynda ekki inn í reikninginn framlag Hauka til verksins, lóð sem meta megi á 1,3 milljarð króna. Davíð Arnar bendir á að þetta séu vafasamar reikningskúnstir, bærinn eigi þessa lóð.vísir/vilhelm Viðar Halldórsson segir bæjaryfirvöld fara illa með fé bæjarbúa að húsið muni kosta 4,5 milljarða en Rósa bæjarstjóri vill meina að Viðar fari þar frjálslega með tölur. Og að Haukar hafi afsalað sér hluta íþróttasvæðis síns til fjármögnunar hússins. Bærinn fékk 1,3 milljarð króna upp í húsið með sölu þeirra lóða og það megi þá draga frá kostnaði við bygginguna. Bærinn á lóðina sem er framlag Hauka til hússins Davíð Arnar segir þetta sérkennilegt upplegg og í raun villandi reikningskúnstir. Svæðinu hafi verið úthlutað til Hauka til skilgreindrar starfsemi en, og það sem meira er: Haukar eigi ekki lóðina og hafa aldrei átt. Í ársskýrslu Hauka 2018 má sjá viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hauka þar sem meðal annars má lesa: „Jafnframt mun Knattspyrnufélagið Haukar afsala sér lóðarskika, vestan íþróttamiðstöðvar, til bæjarins og mun núverandi lóð Knattspyrnufélagsins Hauka því minnka til samræmis við það. Aðilar eru sammála um að umræddur lóðarskiki verði ætlaður til annarra nota en byggingu íþróttamannvirkja. Davíð Arnar Stefánsson reyndi að koma þessu máli á dagskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum en allt kom fyrir ekki. Aðrir frambjóðendur höfðu lítinn sem engan áhuga á að styggja Haukamenn í bæjarfélagi þar sem hollusta við íþróttafélög er ráðandi faktor.vísir/vilhelm Umrædd lóð Ásvellir 1 er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en var úthlutað til Knattspyrnufélagsins Hauka árið 1989. Fyrir liggur að formlegur lóðaleigusamingur vegna lóðarinnar hefur ekki verið undirritaður og eru aðilar sammála um að því þurfi að ljúka sem allra fyrst.“ Þá er einnig fyrirliggjandi bréf dagsett 17. janúar 2018 frá Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Hauka stílað á Harald L. Haraldsson fyrrverandi bæjarstjóra þar sem segir að Haukar vilji koma til móts við Hafnarfjarðarbæ „í þágu þess að bygging myndarlegs knatthúss rísi á Ásvöllum lýsir Knattspyrnufélagið Haukar sig reiðubúið að ganga til samninga um lóðarskika, vestan Íþróttamiðstöðvar, sem ætlaður væri til annarra nota, en byggingu íþróttamannvirkja.“ Brot úr bréfi Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Hauka til þáverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, skrifað í upphafi árs 2018. Davíð Arnar telur að þarna séu íþróttafélögin farin að hlutast til um lóðaskipulag og í raun taka sér skipulagsvald. Davíð Arnar segir þetta með miklum ólíkindum. „Það voru Haukar, með Magnús Gunnarsson í broddi fylkingar, sem buðu fram lóðina gegn því að fá fjármögnun í uppbyggingu nær tjörninni. Og Magnús Gunnarsson skrifar undir samkomulagið við þáverandi bæjarstjóra. Þetta er auðvitað galið,“ segir Davíð Arnar: Að þarna sé íþróttafélag að véla um með lóðir bæjarins og taka sér skipulagsvald. Skipulag Stjórnsýsla Hafnarfjörður FH Haukar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hafnarfjörður hefur verið kallaður íþróttabærinn og ekki að ófyrirsynju. Reyndar má segja að árum og áratugum saman hafi stuðningur við íþróttafélögin FH eða Hauka, gegnsýrt bæjarmálapólitíkina og verið ráðandi afl. Davíð Arnar Stefánsson oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði telur það svo meðal annars hafa leitt til þess að í framkvæmdir á vegum bæjarins er farið af meira kappi en forsjá. Og vitið fyrir borð borið. Viðar Halldórsson formaður FH opnaði þetta pandorabox þegar hann ritaði harðort opið bréf til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði þar sem hann benti á ýmsa vankanta á þessum fyrirætlunum. Ekki var að sökum að spyrja: Nú má víða sjá á í athugasemdakerfi fjölmiðlanna og á samfélagsmiðlum upphrópanir þess efnis að FH öfundist út í Hauka að fá nú veglegt íþróttahús. Allt þetta má heita fyrirsjáanlegt þegar meiru skiptir hver segir fremur en hvað sagt er. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar er á þeim slóðum þegar hún segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið: „Þessi viðbrögð koma mér ekki á óvart og því miður ekki í fyrsta sinn sem formaður FH stígur svo harkalega fram og berst gegn þessari framkvæmd. Held það hljóti að vera einstakt að forsvarsmaður íþróttafélags beiti sér svo ákaft gegn uppbyggingu íþróttamannvirkis annars íþróttafélags,“ segir Rósa en hún er ákafur Haukamaður sjálf. Ekki viss um að útspil Vidda geri umræðunni mikinn greiða „Ég er ekki viss um að útspil Vidda í gær geri umræðunni nokkurn greiða og því síður að það sé líklegt til að lyfta henni upp á vitrænt plan,“ segir Davíð Arnar í samtali við Vísi. „En þetta er eftir sem áður réttmæt gagnrýni.“ Davíð Arnar hlær þegar blaðamaður segir óhjákvæmilegt að spyrja eins og bjáni, hvort hann haldi með FH eða Haukum? Það kemur ekki málinu við að mati Davíðs, ef það á að vera nokkur leið að fá vit í umræðuna. Davíð segir sína gagnrýni grundvallast á umhverfisverndarsjónarmiðum og svo því sem hann segir galna stjórnsýslu. Í heitum kappræðum milli frambjóðenda fyrir til þess að gera nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar reyndi Davíð að koma þessum málum á dagskrá en hafði ekki erindi sem erfiði. Meirihluti frambjóðenda var á því að Haukar þyrftu sitt hús, það segði sig sjálft. En það segir sig reyndar ekki sjálft. „Einu sinni sem oftar ráðast kosningarnar í 220 í Krikanum eða á Ásvöllum. Aðrar kosningarnar í röð ráðast þær á knatthúsi á Ásvöllum.Og vittu til, þetta verður aftur kosningamál í næstu kosningum því það er ekki víst að byggingunni verði lokið 2026,“ segir Davíð háðskur í bragði við blaðamann Vísis. Umhverfissjónarmið fótum troðin Davíð bendir á umsögn Landverndar við umhverfismat á Ásvöllum þar sem segir: „Það blasir við að Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um framkvæmdir þó mati á umhverfisáhrifum sé ekki lokið. Tveimur dögum eftir að síðasta bæjarstjórnarfundi á síðasta kjörtímabili var slitið og aðeins degi fyrir kosningar til nýrrar bæjarstjórnar er samþykkt að framkvæmdin fari í útboð. Ekki verður annað séð en að þar sé um ósæmilegan, eða jafnvel ólögmætan stjórnsýslugjörning að ræða. Sú grunsemd vaknar að þetta sé gert í flýti í þeim eina tilgangi að ná til kjósenda degi fyrir kosningar." Davíð segir það sína skoðun að bærinn eigi að fylgja ráðleggingum skipulagsstofnunar og byggja fjær friðlandinu. Og jafnframt megi byggja megi líkt og gert hefur verið í Krikanum. Varðandi umsagnir fagstofnanna, segir Davíð og bendir á skipulagsstofnun, Hafró, UST, Náttúrufræðistofnun, heilbrigðisembættið og fleiri auk Landverndar, þá hafi þær allar verið á einn veg: Að með framkvæmdunum sé friðlandinu stefnt í voða og að ekki megi segja með fullvissu að mótvægisaðgerðir beri árangur. Vafasöm stjórnsýsla vægt til orða tekið „Um umhverfismat áætlunarinnar þarf ekki að orðlengja því það er meingallað eins og bent er á í umsögnum og viðbrögðum við skýrslunni. Frumforsenda þess að umhverfismat sé nothæft er að bornir séu saman tveir raunhæfir kostir. Það er hins vegar ekki gert í matinu þar sem kostur B er háður lóðasölu sem þegar hefur verið ákveðin og í raun forsenda byggingarinnar.“ Að sögn Davíðs Arnars hvað varði stjórnsýslulega þætti þessa máls, þá dæmi þeir sig eiginlega sjálfir. Davíð Arnar segist vona að byggingin hafi ekki áhrif á tjörnina þó það megi heita bjartsýni. „En í mínum huga snýst þetta um prinsipp, það er að náttúran fái að njóta vafans og að Hafnarfjörður virði og efni skyldu sína, að vernda Ástjórn. Friðlýsingarferli hefst jú hjá sveitarfélögunum,“ segir Davíð Arnar. Og að í þessu tilfelli hafi það verið 1978 og svo aftur með stækkun 1996. Því ætti forgangsröðin að vera á hreinu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vill meina að Viðar Halldórsson formaður FH fari frjálslega með tölur, hann taki til að mynda ekki inn í reikninginn framlag Hauka til verksins, lóð sem meta megi á 1,3 milljarð króna. Davíð Arnar bendir á að þetta séu vafasamar reikningskúnstir, bærinn eigi þessa lóð.vísir/vilhelm Viðar Halldórsson segir bæjaryfirvöld fara illa með fé bæjarbúa að húsið muni kosta 4,5 milljarða en Rósa bæjarstjóri vill meina að Viðar fari þar frjálslega með tölur. Og að Haukar hafi afsalað sér hluta íþróttasvæðis síns til fjármögnunar hússins. Bærinn fékk 1,3 milljarð króna upp í húsið með sölu þeirra lóða og það megi þá draga frá kostnaði við bygginguna. Bærinn á lóðina sem er framlag Hauka til hússins Davíð Arnar segir þetta sérkennilegt upplegg og í raun villandi reikningskúnstir. Svæðinu hafi verið úthlutað til Hauka til skilgreindrar starfsemi en, og það sem meira er: Haukar eigi ekki lóðina og hafa aldrei átt. Í ársskýrslu Hauka 2018 má sjá viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Hauka þar sem meðal annars má lesa: „Jafnframt mun Knattspyrnufélagið Haukar afsala sér lóðarskika, vestan íþróttamiðstöðvar, til bæjarins og mun núverandi lóð Knattspyrnufélagsins Hauka því minnka til samræmis við það. Aðilar eru sammála um að umræddur lóðarskiki verði ætlaður til annarra nota en byggingu íþróttamannvirkja. Davíð Arnar Stefánsson reyndi að koma þessu máli á dagskrá í síðustu sveitarstjórnarkosningum en allt kom fyrir ekki. Aðrir frambjóðendur höfðu lítinn sem engan áhuga á að styggja Haukamenn í bæjarfélagi þar sem hollusta við íþróttafélög er ráðandi faktor.vísir/vilhelm Umrædd lóð Ásvellir 1 er í eigu Hafnarfjarðarbæjar en var úthlutað til Knattspyrnufélagsins Hauka árið 1989. Fyrir liggur að formlegur lóðaleigusamingur vegna lóðarinnar hefur ekki verið undirritaður og eru aðilar sammála um að því þurfi að ljúka sem allra fyrst.“ Þá er einnig fyrirliggjandi bréf dagsett 17. janúar 2018 frá Magnúsi Gunnarssyni framkvæmdastjóra Hauka stílað á Harald L. Haraldsson fyrrverandi bæjarstjóra þar sem segir að Haukar vilji koma til móts við Hafnarfjarðarbæ „í þágu þess að bygging myndarlegs knatthúss rísi á Ásvöllum lýsir Knattspyrnufélagið Haukar sig reiðubúið að ganga til samninga um lóðarskika, vestan Íþróttamiðstöðvar, sem ætlaður væri til annarra nota, en byggingu íþróttamannvirkja.“ Brot úr bréfi Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Hauka til þáverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, skrifað í upphafi árs 2018. Davíð Arnar telur að þarna séu íþróttafélögin farin að hlutast til um lóðaskipulag og í raun taka sér skipulagsvald. Davíð Arnar segir þetta með miklum ólíkindum. „Það voru Haukar, með Magnús Gunnarsson í broddi fylkingar, sem buðu fram lóðina gegn því að fá fjármögnun í uppbyggingu nær tjörninni. Og Magnús Gunnarsson skrifar undir samkomulagið við þáverandi bæjarstjóra. Þetta er auðvitað galið,“ segir Davíð Arnar: Að þarna sé íþróttafélag að véla um með lóðir bæjarins og taka sér skipulagsvald.
Skipulag Stjórnsýsla Hafnarfjörður FH Haukar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira