Ungir menn þurfa að aðlagast nýjum veruleika í Kaplakrika Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:30 FH-ingar hefja leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla í handbolta fer af stað í kvöld og stórleikur er á dagskrá er Stjarnan heimsækir FH í Kaplakrika. FH var til umræðu er Seinni bylgjan hitaði upp fyrir komandi Íslandsmót. Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport) Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira