Ættingjar fordæma útgáfu bókarinnar Elspa – saga konu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2022 10:56 Bókin Elspa - saga konu hefur þegar slegið gegn en ættingjarnir eru afar ósáttir, bæði kannast þeir ekki við eitt og annað sem í bókinni segir auk þess sem ekki var leitað samþykkis þeirra vegna frásagnarinnar sem þeir telja varða friðhelgi einkalífs. Þau telja höfund brotlegan við trúnaðarskyldur í störfum sínum sem snúa að barnavernd. skjáskot Ættingjar Elspu Sigríðar Salberg Olsen fordæma útgáfu nýrrar ævisögu hennar sem Guðrún Frímannsdóttir félagsráðgjafi skráði. Þeir hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem fram kemur meðal annars að þau telja afar frjálslega með farið auk þess sem þeir telja víst að höfundur hljóti að hafa brotið trúnaðarskyldur sem hún hljóti að hafa undirgengist í störfum sínum; þagnarskyldu félagsráðgjafa. Vert er að taka fram að það er ekki svo að allir ættingjar Elspu, sem er 76 ára og búsett norðan heiða, hafi sett sig upp á móti útgáfu bókarinnar. Trúnaður í barnaverndarmálum undir Guðrún Frímannsdóttir rithöfundur og félagsráðgjafi.Hafnarfjörður.is „Frásögn höfundar í formála bókarinnar skilur eftir spurningar um brot á þagnarskyldu félagsráðgjafa og þá siðareglum þeirra, þau vekja furðu um verkferla barnaverndarmála og rétt barna til einkalífs og friðhelgi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna í heild má finna hér neðar í greininni. Þau sem undir yfirlýsinguna rita segja mikilvægt að fá skýr svör frá yfirvöldum. Bæði þeim sem koma að barnavernd og málefnum barna á landsvísu… „um hvort vinnubrögð sem þessi séu ásættanleg og ef svo er hvort þagnarskylda gagnvart börnunum hættir að gilda á einhverjum tímapunkti. Málið hefur alla burði til að vera fordæmisgefandi, hvað varðar þagnarskyldu félagsráðgjafa eða annarra sem að málefnum barna í viðkvæmri stöðu koma og í kjölfarið auðvelt að sjá hvernig það getur grafið undan heilindum barnaverndar í landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Og þarna sé um að ræða spurningar sem Mennta- og barnamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Akureyrarbær og velferðarsvið Akureyrarbæjar verði að svara. Bókin hefur þegar slegið í gegn Umrædd bók, Elspa – saga konu, kom út í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli. Sögur útgáfa gefur bókina út og samkvæmt upplýsingum þaðan er 1. prentun á þrotum og er 2. á leið til landsins. Í kynningu segir að í bókinni fari Elspa yfir harmsögulega ævi sína og upprisu: Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld, fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun. Bókarkápa hinnar umdeildu sögu Elspu, sem nú selst í stórum stíl. Ættingjarnir telja þar freklega gengið inn á rétt sinn til friðhelgi einkalífs. Helga Gerður hannaði bókarkápuna.skjáskot Höfundur bókarinnar kom að málum Elspu og dætra hennar á sínum tíma með dramatískum hætti, fyrst sem ritari hjá félagsmálastofnun Akureyrar þá rétt liðlega tvítug og síðar sem vinur. „Margvíslegar raunir og mótlæti sem Elspa hefur mætt á lífsleiðinni, eins og barnsmissir, forræðissviptingar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hafa svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sig sjálfa, en hún þurfti að sitja af sér dóm í fangelsi auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni.“ Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda stóð höfundur fyrir fjölsóttu útgáfuhófi á Akureyri, sögusviði bókarinnar, og síðan hefur pöntunum rignt inn, ekki síst að norðan. Samhliða var bókin gefin út í hljóðbókarformi og er sömu sögu að segja af vinsældum bókarinnar þar, á Storytel. Yfirlýsing ættingja vegna útkomu bókarinnar Elspa – Saga konu „Í síðasta mánuði kom út bók, ævisaga móður okkar, systur og frænku, bók sem undirrituðum þykir mikilvægt að gera nokkrar athugasemdir við. Bókin er skrifuð í óþökk okkar og fyrir því liggja ýmsar ástæður en fyrst má koma fram að í gegnum ferlið allt hafa upplýsingar verið óljósar og þegar á hólminn er komið, jafnvel ósannar. Í fyrstu var fullyrt að aðeins væri um að ræða samantekt á helstu punktum í ævi sögupersónunnar, punkta sem byggðu á opinberum gögnum, sem hægt er að sannreyna og ekkert yrði birt opinberlega. Síðar var lofað að ekki yrði fjallað um fólk með nafni og ekkert kæmi fram sem ekki væri beinlínis saga viðkomandi. Það lék engin vafi á að skrifin voru umdeild og voru bæði höfundur og sögupersónan meðvitaðar um það. Það er okkur mikilvægt að útskýra af hverju bókin er umdeild. Í fyrsta lagi þá er höfundur félagsráðgjafi og lýsir sjálf í bókinni hvernig hún, sem slík, er aðili að málum dætra E, mál sem falla undir barnavernd. Það hlýtur að verkja furðu að manneskja í slíkri stöðu segi opinberlega frá atvikinu þegar börn lenda í höndum félagsmálayfirvalda, frásögn sem er birt án leyfis þeirra sem þar er fjallað um. Til að taka af allan vafa þá gaf að minnsta kosti annað barnið, ekki samþykki fyrir að trúnaður væri brotinn. Að sama skapi upplýsti höfundur ekki sumar dætur E um væntanlega útgáfu né varaði við efnistökum sem eru viðkvæm og persónuleg. Frásögn höfundar í formála bókarinnar skilur eftir spurningar um brot á þagnarskyldu félagsráðgjafa og þá siðareglum þeirra, þau vekja furðu um verkferla barnaverndarmála og rétt barna til einkalífs og friðhelgi. Það er mikilvægt að fá skýr svör frá yfirvöldum sem koma að barnavernd og málefnum barna á landsvísu um hvort vinnubrögð sem þessi séu ásættanleg og ef svo er hvort þagnarskylda gagnvart börnunum hættir að gilda á einhverjum tímapunkti. Málið hefur alla burði til að vera fordæmisgefandi, hvað varðar þagnarskyldu félagsráðgjafa eða annarra sem að málefnum barna í viðkvæmri stöðu koma og í kjölfarið auðvelt að sjá hvernig það getur grafið undan heilindum barnaverndar í landinu. Spurningar sem Mennta- og barnamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Akureyrarbær og velferðarsvið Akureyrarbæjar verða að svara. Tvær aðrar dætur sögupersónunnar báðu staðfastlega um að vera ekki nafngreindar og alls ekki myndbirtar í bókinni. Hvorugt var virt og eru hið minnsta þrjár ljósmyndir af umræddum dætrum í bókinni, þar af ein af þeim á fullorðins aldri, það eitt og sér var óþarft. Í bókinni eru einnig settar fram skoðanir og ályktanir dregnar um fólk sem er þvert á það sem höfundur hefur ítrekað lýst yfir í viðtölum undanfarið, um að aðeins séu staðreyndir í bókinni. Fleira vekur furðu, svo sem skeytingarleysi höfundar gagnvart áhrifum skrifanna á börn sögupersónunnar. Sannarlega eru þau ekki börn lengur en áföll og ofbeldi í æsku hafa ævilöng áhrif og frásagnir í bókinni varpa skýru ljósi á þá staðreynd. Bókin hefur rifið upp sár og verið tilfinningalega erfið og hvoru tveggja var komið á framfæri við höfundur og sögupersónuna án þess að það skilaði sýnilegum árangri og viðbrögðin skilja viðkomandi eftir í algeru valdaleysi. Höfundur hringdi í ættingja á lokametrunum við skrifin og bað um stutta lýsingu á sögupersónunni. Ýmsir notuðu það tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarhorni að en afstaða höfundar var skýr, við höfum ekkert um það að segja að saga okkar er sögð, nöfn nefnd og myndir birtar. Það er ljóst að samráð við ritun sögunnar við aðra en þá sem eru látnir, var af skornum skammti og virkar sagan einhliða. Þátttaka sögupersónunnar í atburðum ekki alltaf eftir því sem aðrir muna og margt í sögunni ókunnuglegt og framandi. Bókin fjallar um atvik og ævi forfeðra okkar sem löngu eru gengin en sárast er hvernig foreldar sögupersónu og móðursystir eru kynnt. Elí, Anna og Eyja, sögðu okkur öllum sögur af ævi sinni og forfeðra, bæði æsku og lífi. Sumt sem haft er eftir þeim í bókinni er á stundum langt í frá þeim sögum sem við geymum í minningum okkar auk þess sem sumt könnumst við alls ekki við. Því má segja að margt í bókinni er ekki hægt að fullyrða að sé ósatt einfaldlega vegna þess að þeir sem um ræðir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér en með sömu rökum má draga í efa sannleiksgildi þess sem ekki er hægt að sanna. Undirrituð skilja að ókunnugir hafa jafn lítinn grunn til að taka okkar orð trúanleg og þau sem standa í bókinni. Tvennt liggur helst til grundvallar því hvaða sannleiksgildi við leggjum á bókina, annars vegar traust og hins vegar trúverðugleiki. Takmarkað traust og efasemdir um trúverðugleika vinna ekki með væntingum um sannleiksgildi þeirra minninga sem dregnar eru fram og höfum það á hreinu að það er grundvallar munur á sannleika og staðreyndum annars vegar, og minningum og sögusögnum hins vegar. Það hryggir okkur hve einhliða sagan er í lýsingum á fólkinu sem okkur er kært og fjölskyldulífinu sem við búum að enn í dag. Lífið á heimilinu, sem í bókinni er rakkað niður, var fjörugt, enda vorum við mörg. Það var oft glatt á hjalla, mikið spilað og sungið, sagðar sögur og mikið hlegið enda margir góðir sögumenn í fjölskyldunni og það var gestkvæmt enda rak Anna ein og sér litla félagsmálastofnun þar sem allir voru velkomnir, líka þeir sem ekki rákust vel í samfélaginu og alltaf var pláss fyrir einn enn við matborðið eða til að gista. Elí og Anna voru gjafmild og Eyja var auka mamma fyrir okkur öll og hún kunni að vera góð við börnin. Þremenningarnir okkar sköpuðu okkur margar og góðar minningar, mikið var hlegið og gantast og það hefur án efa ekki verið auðvelt líf með okkur öll. Við sjálfsagt sísvöng og án efa sískítug en aldrei var amast við skítnum né uppákomunum sem óhjákvæmilega hefur fylgt okkur. Við skildum alltaf vera sómasamleg til fara og kurteis, Anna sá um að ala okkur vel upp með samræðu og málsháttum og mikið var spjallað. Fullorðna fólkið drakk gjarnan kaffi, oft var spilað og mest var gaman þegar strákarnir eða yngri systurnar komu saman. Það var nefnilega líf og fjör og oft virkileg gaman í þessum stóra hópi sem almennt hélt vel saman og var náinn, fjölskyldutengsl sem þremenningarnir kenndu okkur að meta og virða. Það er veganestið sem við fengum frá þeim og það er myndin sem við viljum skilja eftir af þeim. Anna Elísa Hreiðarsdóttir Anna Geirþrúð Elísdóttir Hallur Mar Elíson Olsen Jonna Elísa Elísdóttir Kathleen Hafdís Jensen Kristján Birgir Guðjónsson Linda Rós Ingimarsdóttir Jóna Salmína Ingimarsdóttir Sigríður Valgerður Jónsdóttir Sigrún María Hallsdóttir Olsen Sædís Inga Ingimarsdóttir Sævar Örn Hallsson Vilborg Salberg Elídóttir Olsen“ Bókaútgáfa Barnavernd Persónuvernd Félagsmál Bókmenntir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Þeir hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem fram kemur meðal annars að þau telja afar frjálslega með farið auk þess sem þeir telja víst að höfundur hljóti að hafa brotið trúnaðarskyldur sem hún hljóti að hafa undirgengist í störfum sínum; þagnarskyldu félagsráðgjafa. Vert er að taka fram að það er ekki svo að allir ættingjar Elspu, sem er 76 ára og búsett norðan heiða, hafi sett sig upp á móti útgáfu bókarinnar. Trúnaður í barnaverndarmálum undir Guðrún Frímannsdóttir rithöfundur og félagsráðgjafi.Hafnarfjörður.is „Frásögn höfundar í formála bókarinnar skilur eftir spurningar um brot á þagnarskyldu félagsráðgjafa og þá siðareglum þeirra, þau vekja furðu um verkferla barnaverndarmála og rétt barna til einkalífs og friðhelgi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna í heild má finna hér neðar í greininni. Þau sem undir yfirlýsinguna rita segja mikilvægt að fá skýr svör frá yfirvöldum. Bæði þeim sem koma að barnavernd og málefnum barna á landsvísu… „um hvort vinnubrögð sem þessi séu ásættanleg og ef svo er hvort þagnarskylda gagnvart börnunum hættir að gilda á einhverjum tímapunkti. Málið hefur alla burði til að vera fordæmisgefandi, hvað varðar þagnarskyldu félagsráðgjafa eða annarra sem að málefnum barna í viðkvæmri stöðu koma og í kjölfarið auðvelt að sjá hvernig það getur grafið undan heilindum barnaverndar í landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Og þarna sé um að ræða spurningar sem Mennta- og barnamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Akureyrarbær og velferðarsvið Akureyrarbæjar verði að svara. Bókin hefur þegar slegið í gegn Umrædd bók, Elspa – saga konu, kom út í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli. Sögur útgáfa gefur bókina út og samkvæmt upplýsingum þaðan er 1. prentun á þrotum og er 2. á leið til landsins. Í kynningu segir að í bókinni fari Elspa yfir harmsögulega ævi sína og upprisu: Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld, fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun. Bókarkápa hinnar umdeildu sögu Elspu, sem nú selst í stórum stíl. Ættingjarnir telja þar freklega gengið inn á rétt sinn til friðhelgi einkalífs. Helga Gerður hannaði bókarkápuna.skjáskot Höfundur bókarinnar kom að málum Elspu og dætra hennar á sínum tíma með dramatískum hætti, fyrst sem ritari hjá félagsmálastofnun Akureyrar þá rétt liðlega tvítug og síðar sem vinur. „Margvíslegar raunir og mótlæti sem Elspa hefur mætt á lífsleiðinni, eins og barnsmissir, forræðissviptingar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hafa svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sig sjálfa, en hún þurfti að sitja af sér dóm í fangelsi auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni.“ Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda stóð höfundur fyrir fjölsóttu útgáfuhófi á Akureyri, sögusviði bókarinnar, og síðan hefur pöntunum rignt inn, ekki síst að norðan. Samhliða var bókin gefin út í hljóðbókarformi og er sömu sögu að segja af vinsældum bókarinnar þar, á Storytel. Yfirlýsing ættingja vegna útkomu bókarinnar Elspa – Saga konu „Í síðasta mánuði kom út bók, ævisaga móður okkar, systur og frænku, bók sem undirrituðum þykir mikilvægt að gera nokkrar athugasemdir við. Bókin er skrifuð í óþökk okkar og fyrir því liggja ýmsar ástæður en fyrst má koma fram að í gegnum ferlið allt hafa upplýsingar verið óljósar og þegar á hólminn er komið, jafnvel ósannar. Í fyrstu var fullyrt að aðeins væri um að ræða samantekt á helstu punktum í ævi sögupersónunnar, punkta sem byggðu á opinberum gögnum, sem hægt er að sannreyna og ekkert yrði birt opinberlega. Síðar var lofað að ekki yrði fjallað um fólk með nafni og ekkert kæmi fram sem ekki væri beinlínis saga viðkomandi. Það lék engin vafi á að skrifin voru umdeild og voru bæði höfundur og sögupersónan meðvitaðar um það. Það er okkur mikilvægt að útskýra af hverju bókin er umdeild. Í fyrsta lagi þá er höfundur félagsráðgjafi og lýsir sjálf í bókinni hvernig hún, sem slík, er aðili að málum dætra E, mál sem falla undir barnavernd. Það hlýtur að verkja furðu að manneskja í slíkri stöðu segi opinberlega frá atvikinu þegar börn lenda í höndum félagsmálayfirvalda, frásögn sem er birt án leyfis þeirra sem þar er fjallað um. Til að taka af allan vafa þá gaf að minnsta kosti annað barnið, ekki samþykki fyrir að trúnaður væri brotinn. Að sama skapi upplýsti höfundur ekki sumar dætur E um væntanlega útgáfu né varaði við efnistökum sem eru viðkvæm og persónuleg. Frásögn höfundar í formála bókarinnar skilur eftir spurningar um brot á þagnarskyldu félagsráðgjafa og þá siðareglum þeirra, þau vekja furðu um verkferla barnaverndarmála og rétt barna til einkalífs og friðhelgi. Það er mikilvægt að fá skýr svör frá yfirvöldum sem koma að barnavernd og málefnum barna á landsvísu um hvort vinnubrögð sem þessi séu ásættanleg og ef svo er hvort þagnarskylda gagnvart börnunum hættir að gilda á einhverjum tímapunkti. Málið hefur alla burði til að vera fordæmisgefandi, hvað varðar þagnarskyldu félagsráðgjafa eða annarra sem að málefnum barna í viðkvæmri stöðu koma og í kjölfarið auðvelt að sjá hvernig það getur grafið undan heilindum barnaverndar í landinu. Spurningar sem Mennta- og barnamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Akureyrarbær og velferðarsvið Akureyrarbæjar verða að svara. Tvær aðrar dætur sögupersónunnar báðu staðfastlega um að vera ekki nafngreindar og alls ekki myndbirtar í bókinni. Hvorugt var virt og eru hið minnsta þrjár ljósmyndir af umræddum dætrum í bókinni, þar af ein af þeim á fullorðins aldri, það eitt og sér var óþarft. Í bókinni eru einnig settar fram skoðanir og ályktanir dregnar um fólk sem er þvert á það sem höfundur hefur ítrekað lýst yfir í viðtölum undanfarið, um að aðeins séu staðreyndir í bókinni. Fleira vekur furðu, svo sem skeytingarleysi höfundar gagnvart áhrifum skrifanna á börn sögupersónunnar. Sannarlega eru þau ekki börn lengur en áföll og ofbeldi í æsku hafa ævilöng áhrif og frásagnir í bókinni varpa skýru ljósi á þá staðreynd. Bókin hefur rifið upp sár og verið tilfinningalega erfið og hvoru tveggja var komið á framfæri við höfundur og sögupersónuna án þess að það skilaði sýnilegum árangri og viðbrögðin skilja viðkomandi eftir í algeru valdaleysi. Höfundur hringdi í ættingja á lokametrunum við skrifin og bað um stutta lýsingu á sögupersónunni. Ýmsir notuðu það tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarhorni að en afstaða höfundar var skýr, við höfum ekkert um það að segja að saga okkar er sögð, nöfn nefnd og myndir birtar. Það er ljóst að samráð við ritun sögunnar við aðra en þá sem eru látnir, var af skornum skammti og virkar sagan einhliða. Þátttaka sögupersónunnar í atburðum ekki alltaf eftir því sem aðrir muna og margt í sögunni ókunnuglegt og framandi. Bókin fjallar um atvik og ævi forfeðra okkar sem löngu eru gengin en sárast er hvernig foreldar sögupersónu og móðursystir eru kynnt. Elí, Anna og Eyja, sögðu okkur öllum sögur af ævi sinni og forfeðra, bæði æsku og lífi. Sumt sem haft er eftir þeim í bókinni er á stundum langt í frá þeim sögum sem við geymum í minningum okkar auk þess sem sumt könnumst við alls ekki við. Því má segja að margt í bókinni er ekki hægt að fullyrða að sé ósatt einfaldlega vegna þess að þeir sem um ræðir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér en með sömu rökum má draga í efa sannleiksgildi þess sem ekki er hægt að sanna. Undirrituð skilja að ókunnugir hafa jafn lítinn grunn til að taka okkar orð trúanleg og þau sem standa í bókinni. Tvennt liggur helst til grundvallar því hvaða sannleiksgildi við leggjum á bókina, annars vegar traust og hins vegar trúverðugleiki. Takmarkað traust og efasemdir um trúverðugleika vinna ekki með væntingum um sannleiksgildi þeirra minninga sem dregnar eru fram og höfum það á hreinu að það er grundvallar munur á sannleika og staðreyndum annars vegar, og minningum og sögusögnum hins vegar. Það hryggir okkur hve einhliða sagan er í lýsingum á fólkinu sem okkur er kært og fjölskyldulífinu sem við búum að enn í dag. Lífið á heimilinu, sem í bókinni er rakkað niður, var fjörugt, enda vorum við mörg. Það var oft glatt á hjalla, mikið spilað og sungið, sagðar sögur og mikið hlegið enda margir góðir sögumenn í fjölskyldunni og það var gestkvæmt enda rak Anna ein og sér litla félagsmálastofnun þar sem allir voru velkomnir, líka þeir sem ekki rákust vel í samfélaginu og alltaf var pláss fyrir einn enn við matborðið eða til að gista. Elí og Anna voru gjafmild og Eyja var auka mamma fyrir okkur öll og hún kunni að vera góð við börnin. Þremenningarnir okkar sköpuðu okkur margar og góðar minningar, mikið var hlegið og gantast og það hefur án efa ekki verið auðvelt líf með okkur öll. Við sjálfsagt sísvöng og án efa sískítug en aldrei var amast við skítnum né uppákomunum sem óhjákvæmilega hefur fylgt okkur. Við skildum alltaf vera sómasamleg til fara og kurteis, Anna sá um að ala okkur vel upp með samræðu og málsháttum og mikið var spjallað. Fullorðna fólkið drakk gjarnan kaffi, oft var spilað og mest var gaman þegar strákarnir eða yngri systurnar komu saman. Það var nefnilega líf og fjör og oft virkileg gaman í þessum stóra hópi sem almennt hélt vel saman og var náinn, fjölskyldutengsl sem þremenningarnir kenndu okkur að meta og virða. Það er veganestið sem við fengum frá þeim og það er myndin sem við viljum skilja eftir af þeim. Anna Elísa Hreiðarsdóttir Anna Geirþrúð Elísdóttir Hallur Mar Elíson Olsen Jonna Elísa Elísdóttir Kathleen Hafdís Jensen Kristján Birgir Guðjónsson Linda Rós Ingimarsdóttir Jóna Salmína Ingimarsdóttir Sigríður Valgerður Jónsdóttir Sigrún María Hallsdóttir Olsen Sædís Inga Ingimarsdóttir Sævar Örn Hallsson Vilborg Salberg Elídóttir Olsen“
Yfirlýsing ættingja vegna útkomu bókarinnar Elspa – Saga konu „Í síðasta mánuði kom út bók, ævisaga móður okkar, systur og frænku, bók sem undirrituðum þykir mikilvægt að gera nokkrar athugasemdir við. Bókin er skrifuð í óþökk okkar og fyrir því liggja ýmsar ástæður en fyrst má koma fram að í gegnum ferlið allt hafa upplýsingar verið óljósar og þegar á hólminn er komið, jafnvel ósannar. Í fyrstu var fullyrt að aðeins væri um að ræða samantekt á helstu punktum í ævi sögupersónunnar, punkta sem byggðu á opinberum gögnum, sem hægt er að sannreyna og ekkert yrði birt opinberlega. Síðar var lofað að ekki yrði fjallað um fólk með nafni og ekkert kæmi fram sem ekki væri beinlínis saga viðkomandi. Það lék engin vafi á að skrifin voru umdeild og voru bæði höfundur og sögupersónan meðvitaðar um það. Það er okkur mikilvægt að útskýra af hverju bókin er umdeild. Í fyrsta lagi þá er höfundur félagsráðgjafi og lýsir sjálf í bókinni hvernig hún, sem slík, er aðili að málum dætra E, mál sem falla undir barnavernd. Það hlýtur að verkja furðu að manneskja í slíkri stöðu segi opinberlega frá atvikinu þegar börn lenda í höndum félagsmálayfirvalda, frásögn sem er birt án leyfis þeirra sem þar er fjallað um. Til að taka af allan vafa þá gaf að minnsta kosti annað barnið, ekki samþykki fyrir að trúnaður væri brotinn. Að sama skapi upplýsti höfundur ekki sumar dætur E um væntanlega útgáfu né varaði við efnistökum sem eru viðkvæm og persónuleg. Frásögn höfundar í formála bókarinnar skilur eftir spurningar um brot á þagnarskyldu félagsráðgjafa og þá siðareglum þeirra, þau vekja furðu um verkferla barnaverndarmála og rétt barna til einkalífs og friðhelgi. Það er mikilvægt að fá skýr svör frá yfirvöldum sem koma að barnavernd og málefnum barna á landsvísu um hvort vinnubrögð sem þessi séu ásættanleg og ef svo er hvort þagnarskylda gagnvart börnunum hættir að gilda á einhverjum tímapunkti. Málið hefur alla burði til að vera fordæmisgefandi, hvað varðar þagnarskyldu félagsráðgjafa eða annarra sem að málefnum barna í viðkvæmri stöðu koma og í kjölfarið auðvelt að sjá hvernig það getur grafið undan heilindum barnaverndar í landinu. Spurningar sem Mennta- og barnamálaráðherra, Umboðsmaður barna, Akureyrarbær og velferðarsvið Akureyrarbæjar verða að svara. Tvær aðrar dætur sögupersónunnar báðu staðfastlega um að vera ekki nafngreindar og alls ekki myndbirtar í bókinni. Hvorugt var virt og eru hið minnsta þrjár ljósmyndir af umræddum dætrum í bókinni, þar af ein af þeim á fullorðins aldri, það eitt og sér var óþarft. Í bókinni eru einnig settar fram skoðanir og ályktanir dregnar um fólk sem er þvert á það sem höfundur hefur ítrekað lýst yfir í viðtölum undanfarið, um að aðeins séu staðreyndir í bókinni. Fleira vekur furðu, svo sem skeytingarleysi höfundar gagnvart áhrifum skrifanna á börn sögupersónunnar. Sannarlega eru þau ekki börn lengur en áföll og ofbeldi í æsku hafa ævilöng áhrif og frásagnir í bókinni varpa skýru ljósi á þá staðreynd. Bókin hefur rifið upp sár og verið tilfinningalega erfið og hvoru tveggja var komið á framfæri við höfundur og sögupersónuna án þess að það skilaði sýnilegum árangri og viðbrögðin skilja viðkomandi eftir í algeru valdaleysi. Höfundur hringdi í ættingja á lokametrunum við skrifin og bað um stutta lýsingu á sögupersónunni. Ýmsir notuðu það tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarhorni að en afstaða höfundar var skýr, við höfum ekkert um það að segja að saga okkar er sögð, nöfn nefnd og myndir birtar. Það er ljóst að samráð við ritun sögunnar við aðra en þá sem eru látnir, var af skornum skammti og virkar sagan einhliða. Þátttaka sögupersónunnar í atburðum ekki alltaf eftir því sem aðrir muna og margt í sögunni ókunnuglegt og framandi. Bókin fjallar um atvik og ævi forfeðra okkar sem löngu eru gengin en sárast er hvernig foreldar sögupersónu og móðursystir eru kynnt. Elí, Anna og Eyja, sögðu okkur öllum sögur af ævi sinni og forfeðra, bæði æsku og lífi. Sumt sem haft er eftir þeim í bókinni er á stundum langt í frá þeim sögum sem við geymum í minningum okkar auk þess sem sumt könnumst við alls ekki við. Því má segja að margt í bókinni er ekki hægt að fullyrða að sé ósatt einfaldlega vegna þess að þeir sem um ræðir geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér en með sömu rökum má draga í efa sannleiksgildi þess sem ekki er hægt að sanna. Undirrituð skilja að ókunnugir hafa jafn lítinn grunn til að taka okkar orð trúanleg og þau sem standa í bókinni. Tvennt liggur helst til grundvallar því hvaða sannleiksgildi við leggjum á bókina, annars vegar traust og hins vegar trúverðugleiki. Takmarkað traust og efasemdir um trúverðugleika vinna ekki með væntingum um sannleiksgildi þeirra minninga sem dregnar eru fram og höfum það á hreinu að það er grundvallar munur á sannleika og staðreyndum annars vegar, og minningum og sögusögnum hins vegar. Það hryggir okkur hve einhliða sagan er í lýsingum á fólkinu sem okkur er kært og fjölskyldulífinu sem við búum að enn í dag. Lífið á heimilinu, sem í bókinni er rakkað niður, var fjörugt, enda vorum við mörg. Það var oft glatt á hjalla, mikið spilað og sungið, sagðar sögur og mikið hlegið enda margir góðir sögumenn í fjölskyldunni og það var gestkvæmt enda rak Anna ein og sér litla félagsmálastofnun þar sem allir voru velkomnir, líka þeir sem ekki rákust vel í samfélaginu og alltaf var pláss fyrir einn enn við matborðið eða til að gista. Elí og Anna voru gjafmild og Eyja var auka mamma fyrir okkur öll og hún kunni að vera góð við börnin. Þremenningarnir okkar sköpuðu okkur margar og góðar minningar, mikið var hlegið og gantast og það hefur án efa ekki verið auðvelt líf með okkur öll. Við sjálfsagt sísvöng og án efa sískítug en aldrei var amast við skítnum né uppákomunum sem óhjákvæmilega hefur fylgt okkur. Við skildum alltaf vera sómasamleg til fara og kurteis, Anna sá um að ala okkur vel upp með samræðu og málsháttum og mikið var spjallað. Fullorðna fólkið drakk gjarnan kaffi, oft var spilað og mest var gaman þegar strákarnir eða yngri systurnar komu saman. Það var nefnilega líf og fjör og oft virkileg gaman í þessum stóra hópi sem almennt hélt vel saman og var náinn, fjölskyldutengsl sem þremenningarnir kenndu okkur að meta og virða. Það er veganestið sem við fengum frá þeim og það er myndin sem við viljum skilja eftir af þeim. Anna Elísa Hreiðarsdóttir Anna Geirþrúð Elísdóttir Hallur Mar Elíson Olsen Jonna Elísa Elísdóttir Kathleen Hafdís Jensen Kristján Birgir Guðjónsson Linda Rós Ingimarsdóttir Jóna Salmína Ingimarsdóttir Sigríður Valgerður Jónsdóttir Sigrún María Hallsdóttir Olsen Sædís Inga Ingimarsdóttir Sævar Örn Hallsson Vilborg Salberg Elídóttir Olsen“
Bókaútgáfa Barnavernd Persónuvernd Félagsmál Bókmenntir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira