Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 14:00 Ísak Ernir Kristinsson hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum