Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. september 2022 14:30 Marijan Murat/GettyImages Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu. Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu.
Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira