Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Frederica fengu Svein Jóhannsson og félaga í Skjern í heimsókn en Einar Þorsteinn Ólafsson leikur með liði Frederica.
Leiknum lauk með jafntefli, 25-25 og gerði Einar Þorsteinn tvö mörk fyrir Frederica en Sveinn komst ekki á blað að þessu sinni.
Bæði lið voru með fullt hús stiga þegar kom að leik dagsins og eru því enn taplaus eftir fyrstu þrjár umferðirnar í deildinni.