Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 07:26 Það var mikið um að vera í nótt, ekki síst vegna ölvunar. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að átta hafi verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Einn þeirra var tekinn þegar hann mældist á 87 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 60. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af manni sem sást sofandi í bílstjóra sæti bifreiðar klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá reyndist undir áhrifum áfengis og voru bíllyklarnir teknir af honum. Tilkynnt var um ósjálfbjarga aðila í miðbæ Reykjavíkur en sá var ofurölvi og reyndist ekki geta staðið í fæturna þegar lögregla mætti á vettvang. Honum var ekið heim af lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás af dyraverði í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf eitt í nótt. Lögregla fór á vettvang og handtók tvo sem grunaðir eru um líkamsárás gegn dyravörðum. Tvíeykið var handtekið og skýrsla tekin af þeim. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um slagsmál milli tveggja á sjöunda tímanum í gær. Þegar lögreglu bar að garði voru árásaraðilar flúnir en brotaþoli enn á vettvangi. Af honumv ar tekin skýrsla og er málið til rannsókar. Einn var stöðvaður fyrir hraðakstur á fjórða tímanum í nótt í Hafnarfirði en sá var á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 80 kílometrar. Ökumaðurinn vildi þó meina það við lögreglu að hann hafi verið á 135 kílómetra hraða. Maðurinn reyndist hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna og ökuréttindi hans voru útrunnin. Hann var handtekinn og látinn gefa blóð- og þvagsýni en var svo sleppt úr haldi. Tilkynnt var um meðvitundarlausan mann í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi á níunda tímanu í gær. Þegar lögreglu bar að garði tókst henni að vekja manninn, sem var seinn í gang, kaldsveittur og á iði. Að sögn lögregluannanna talaði hann tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og var þá mat þeirra að fá sjúkraliða á vettvang til að kanna ástand hans og lífsmörk. Samkvæmt dagbók lögreglu fór maðurinn skyndilega að tala íslensku á meðan beðið var eftir sjúkraliðanum og í ljós kom að hann býr í stigaganginum og honum því fylgt heim, þangað sem sjúkraliði kom og hvatti manninn að fara í háttinn.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26 Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. 10. september 2022 19:26
Lögregla skoðar verkferla þegar kemur að byrlunum: „Við verðum einfaldlega að taka þessu mjög alvarlega“ Lögregla vinnur að bættum verkferlum í málum þar sem grunur er um byrlun. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra segir að taka þurfi fjölda frásagna af byrlun alvarlega og telur samfélagið og yfirvöld geta gert betur í málaflokknum. Á endanum liggi ábyrgðin þó alltaf hjá þeim sem byrla en ekki þolendum. 10. september 2022 12:38