Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2022 07:57 Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum. Sigurjón Ólason Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent