Íslenski boltinn

Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti

Hjörvar Ólafsson skrifar
306562969_5653378618048202_3896918963283863099_n

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. 

„Það er í raun og veru bara sárt að horfa upp á hvað við vorum flatir allan leikinn. Við náðum aldrei neinu flugi eða tökum á því sem við ætluðum að gera. Það vantaði alla baráttu og það slitnaði of mikið á milli línanna og leikmanna hjá okkur.

Af þeim sökum var auðvelt fyrir FH-inga að skapa færi og skora mörk," sagði Jón Þór Hauksson, þjáflari ÍA, niðurlútur í leikslok.

„Slæmi kaflinn var mun styttri á móti KR og þar náðum við að grafa okkur upp úr þeirri holu sem við vorum komnir ofan í. Það er umhugsunarefni fyrir okkur hversu andlausir og slakir við vorum í jafn mikilvægum leik og við vorum að spila. Þegar þú ert komninn í þennan tímapunkt á leiktíðinni þá viltu sjá annan brag á liðinu," sagði hann einnig.

„Þetta er lang slakasta frammistaða okkar í sumar og nú þurfum við bara spyrna okkur af botninum. Það eru mikilvæg verkefni fram undan og við megum ekki láta að gerast aftur að við mætum með svona hugarfar og frammistöðu inn á völlinn," sagði Skagamaðurinn um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×