Íslenski boltinn

Heimir ekki með ÍBV í dag - Sagður í viðræðum erlendis

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir Hallgrímsson þjálfaði síðast Al Arabi í Katar.
Heimir Hallgrímsson þjálfaði síðast Al Arabi í Katar. Getty/Simon Holmes

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson var hvergi sjáanlegur á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta.

Heimir, sem er farsælasti þjálfarinn í íslenskum fótbolta, kom óvænt inn í þjálfarateymi ÍBV fyrr í sumar og hefur aðstoðað Hermann Hreiðarsson við að stýra Eyjamönnum í sumar.

Í síðasta leik ÍBV gegn Víking var Heimir sérstaklega áberandi á hliðarlínunni þar sem Hermann tók út leikbann en Heimir var svo ekki á leikskýrslu í leiknum gegn Fram í dag.

Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar á Stöð 2 Sport, greindi frá því í þætti sínum í kvöld að hann hefði heimildir fyrir því að Heimir væri staddur erlendis og ætti þar í viðræðum við ónefnt félag um að taka við þjálfarastöðu.

Heimir stýrði síðast Al Arabi í Katar en hætti með liðið um mitt ár 2021 og hefur reglulega verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Val síðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum

ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×